Eins og þeir sem ennþá nenna að kíkja hingað inn hafa sennilega tekið eftir hefur lífið verið að fjara út hjá þessu áhugamáli hægt og bítandi. Það þarf samt ekki að þýða að áhugamálið sé með öllu dautt, fyrr skal ég dauður liggja!
Hvort þetta áhugamál heldur velli veltur í raun eingöngu á okkur notendunum því nóg er til af efni til að skrifa um. Ekki vera feimin við að skrifa um uppáhalds þættina ykkar eða skemmtilegar persónur og leikara. Skrifið þetta niður (og í guðanna bænum vandið ykkur) og sendið inn! Án greina, mynda og kannana er ekkert áhugamál. En ef við leggjumst öll á eitt getur þetta verið virkilega skemmtilegt og líflegt áhugamál.
Að lokum langar mig að kynna til leiks nýjan lið hérna á áhugamálinu en það er klippuhornið. Þar ætla ég að birta reglulega stuttar klippur úr ýmsum gamanþáttum til þess að reyna að lífga aðeins uppá áhugamálið. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða óskir látið mig vita. Ég ætla að reyna að uppfæra þetta annan hvern dag eða svo.
Þar til síðar, góðar stundir.
Kv.
Siggeir, aka JohnnyB
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _