Þátturinn fjallar um “þorparann” Earl sem lifir venjulegu “þorpara”lífi. Hann stelur, hann drekkur, hann reykir, hann stelur (*veit að ég var búinn að gera þetta áður), hann býr í hjólhýsi og keyrir pick-up. Það mætti segja að hann sé redneck. En einn daginn vinnur hann í lottóinu 100.000 dollara en 5 sek eftir þá gleði er keyrt á hann. Á spítalanum sér hann þátt með Carson Daily þar sem hann talar um Karma og að það sé ástæðan af hverju líf hans sé svona frábært. Akkurat þá trúir Earl á Karma og áttar sig á hve mikill skíthæll hann er búinn að vera og skrifar lista með öllu slæmu sem hann hefur gert. Sumt á listanum er mjög skondið og mikið á listanum og þess vegna ættu þættirnir að þrauka í nokkur ár(vonandi)
Þar með byrjar ævintýrið hans og með hjálp bróður sínum Randy og þernunni Catalinu (sem vinnur á mótelinu sem Earl og Randy búa núna á)ætlar hann að bæta fyrir allt sem hann hefur gert.
Þættirnir eru mjög góðir, einfaldir og með með mjög hvetjandi boðskap. Það hafa margir frægir gestaleikarar verið í sumum þáttunum enda er þetta vinsælasti þáttur Bandaríkjana í dag.
Smá um hinar persónurnar. (ætla samt ekki að gera um Earl en þess má til gamans geta að hann er leikin af Jason Lee)
Joy (Jaime Pressly)
Joy er fyrrverandi kona Earls og er smá svona…. tík. Ekki á slæman hátt þó að hún hélt fram hjá honum og reynir að stela peningunum hans í hverjum einasta þætti. Það mætti segja að hún sé eiginlega vonda konan í þáttunum en ég held að það sé hægt að segja að hún og Earl eru samt góðir vinir. Mörg skemmtileg moment með henni eins og öllum öðrum í þáttunum.
Randy (Ethan Suplee)
Randy er bróðir Earls og mundi gera allt fyrir hann eins og hann hefur gert. Hann er mjög hliðhollur en svoldið heimskur eða “slow”. Hann hefur alltaf verið við hlið Earls í gegnum allt og mundi aldrei víkja frá honum… nema þegar Ralph var að ýta honum útum allt. Hann er hræddur við fugla en ekki neitt annað. Nema sumt. Mörg skemmtileg moment með honum eins og öllum öðrum í þáttunum.
Catalina (Nadine Velazquez)
Catalina er þerna á mótelinu sem Earl og Randy búa á og þannig kynntust þau. Eða eins og Randy sagði: Dips. Hún er alltaf til í að hjálpa Earl og Randy en er líka voða… raawwwrr…. latina… fighter… city-like… æjjj… kann ekki að lýsa því. Hún er líka með mjög gott vit á réttu or röngu. Mörg skemmtileg moment með henni eins og öllum öðrum í þáttunum.
Darnell Turner (Eddie Steeples)
Darnell A.K.A Crabman er uppáhalds gaurinn minn. Hann er mjög mikið “krútt” og voða einfaldur. Hann mundi gera allt fyrir Joy eins og að reykja x sígarettur til að fylla öskju af ösku (babúmm tja) þó hann reykir ekki. Það er líka mjög gaman að heyra hann segja þegar hann kemur á skjáinn: “Hey, Earl”. Og þá svarar Earl: “Hey, Crabman”. Alltaf sami mórallinn á milli þeira. Snilldar karakter.
Þá eru það allir en svo er líka tonn af aukapersónum sem láta ljós sitt skína í öðrum hverjum þætti.
Þetta er svona flashback þættir og þess vegna virka þeir svona vel finnst mér. (Svona eins og Malcom in the middle.)
Ég gef þeim *****/*****
Let me in, I’ll bury the pain