Jæja lesendur góðir ég hef ákveðið að taka það verkefni að mér að fræða ykkur aðeins um gamanþættina My name is Earl.
Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða þætti um mann að nafni Earl. Earl er þessi týpíski “White trash” karakter sem gerir fátt annað en að ræna öllu því sem hendi er næst, drekka bjór og já semsagt fyrirmyndar smákrimmi. Eða eins og segir í þætti eitt “You know that type of guy you see in the supermarket, in the nice little town on the way to gramothers house, a guy who buys a lotto scratcher, pack of smokes and a tall boy ten o´ clock in the morning, you know that kind of guy you wait to go out before you and your family go in?…. Well that guy is me…. My name is Earl”
Allavegana, líf Earls er ekki uppá marga fiska, hann á konu sem hann kynntist á fylleríi sem að heldur stöðugt framhjá honum. Hann býr með konu sinni, tveimur börnum sem eru ekki hans og bróðir sínum sem að er með greindarvísitölu á borð við hnetu.
Þannig var það…. Þangað til einn daginn að Earl kaupir sér lottó skafmiða og vinnur 100.000 dollara, en sú gleði endist nú aðeins í 10 sekúndur því þegar hann er að dansa sigurdansinn fer hann aðeins of langt útá fötu og er keyrt á hann, og lottómiðinn fýkur í burtu.
Þegar hann liggur á spítalanum þá sér hann einhvern sjónvarpsspjallþátt þar sem þeir eru að tala um Karma. S.s. Ef þú gerir góða hluti, gerast góðir hlutir fyrir þig, ef þú gerir slæma hluti koma þeir aftan að þér seinna.
Þá ákveður hann að gera lista yfir alla þá slæmu hluti sem hann hefur gert um ævina og ætlar að bæta upp fyrir þá einn í einu.
Listinn er frekar langur og eru vægast sagt mjög fyndnir hlutir á honum, t.d. “Pissed in a back of a cop car” “Stole a car from a one legged lady” “Harmed and possibly killed some people from second hand smoking”..
Hann byrjar á listanum og vitir menn, hann finnur lottómiðann aftur og hefur þá sönnun fyrir því að Karma virkar. Hver og einn þáttur fjallar um eitthvað á listanum og hvernig hann, með hjálp bróðir síns bætir upp fyrir það. Útkoman er frábærir og mjög fyndnir þættir, persónulega finnst mér þetta einir fyndustu þættir sem ég hef séð, náðu heltaki á mér frá fyrstu mín. En dæmi hver fyrir sig.
Þættirnir eru á dagskrá NBC, en ég náði mér í þá í gegnum iMesh.
Leikarar og fl.
Earl Hickey: Jason Lee (Dogma, Mallrats, ofl.)
Radny Hickey (bróðirinn): Ethan Suplee (American history X, Blow, ofl.)
Joy (“kona” Earls) : Jaime Pressly (Not another teen movie, Tomcats, Joe Dirt)
Catalina (Vinkona þærra bræðra): Nadine Velazquez (hefur ekkert leikið neitt stórt sem einhver myndi muna eftir.
Darnell (Crapman) : Eddie Steeples (Torque)
Framleiðandi/leikstjóri/höfundur : Gregory Thomas Garcia (verðið kenndur við þætti s.s. Yes Dear og Family guy)
Heimildir: Hausinn á mér og smá hjálp frá imdb.com
Ef þið hafið ekki séð þessa þætti mæli ég eindregið með að þið verðið ykkur útum þá eigi síðar en í gær.
****+ stjörnur af 5