Allir sannir Friends aðdáendur muna eftir Marcel, apanum hans Ross. Ég veit að það eru margir sem þoldu ekki apann, hötuðu hann útaf lífinu, en það eru líka aðrir sem fundust hann skemmtilegur. Þetta er til þeirra. Hinir þurfa ekki að vera að kvarta eitthvað, sammála ?
Ég rakst á nokkrar skemmtilegar upplýsingar um apann, sem heitir í rauninni bara Monkey (Api).

Marcel er svartur Capuchian api með hvítt andlit.

Fyrrverandi eigandi hans er auðvitað Ross.

Uppáhaldslagið hans er The Lions Sleeps Tonight

Uppáhaldsmatur : Bananakaka með ormum.

Pirrandi ávanar : Leikur sér með eldhúsáhöldum Monicu, gleypir Scrabble stykki, kúkar í skó Rachelar og “hossast” á hlutum.

Uppáhalds leikföng : Curious George (Var einn af barbídúkkum Rachelar), og fjarstýringar.

Starf : Kvikmyndastjarna, lék í Outbreak 2 (sem er í rauninni ekki til), og Monkeyshine bjórauglýsingu. Á kvarða frægðar þá er Marcel á við Cybil Shepherd (sem var mikil stjarna).

Skemmtileg Quotes um Marcel :

Rachel: “Let's just say my Curios George doll is no longer curious”

Ross: “I think he finally mastered the difference between ‘bring me
the’….and ‘pee in the…’”.

Ross: “One day he was this little thing, and then before you know it, he's the little thing I can't get off my leg.”


Í rauninni þoldu leikararnir ekki Marcel, sérstaklega David Schwimmer, vegna þess að hann eyðilagði atriði.
“Hann át lifandi orma og ældi,” sagði Matthew Perry í viðtali í TV Guide, “ það var frekar ógeðslegt.”
“I HATE THE MONKEY,” sagði David Schwimmer við Entertainment Tonight.