Arrested Development (FOX)

This is the story of a wealthy family who lost everything, and the one son who had no choice but to keep them all together. This is Arrested Development.

Íslensk þýðing:

Þetta er saga um ríka fjölskyldu sem tapaði öllu, og eina soninum sem hafði engra kosta völ en til þess að halda þeim öllum saman. Þetta er Handtekinn Þróun .
(Stöð 2 þýðir nafnið á þáttnum sem “Tómir Asnar”)

Svona byrjar ein frumlegasti grínþáttur í langan tíma, þetta er frekar nýr þáttur sem byrjaði á Stöð 2 fyrir stuttu.
Þátturinn hefur unnið og verið tilnefndur til marga verðlauna. Þar að meðal fyrir – Besta grínþátt (56th Emmy Awards), besti leikari í grínþætti (Jason Bateman) (56th Emmy Awards), og besta leikval í grínþætti (56th Emmy Awards) svo eitthvað sé nefnt.

Þátturinn fjallar um fjölskyldu sem eiga það allt. En eftir að George Bluth Sr. (Jeffrey Tambor) er handtekinn fyrir að stela peninga sjóði úr fjölskyldufyrirtækinu þá neyðist sonur hans Michael Bluth að taka við fjölskyldubransanum.

Persónurnar og Leikarnir

Michael Bluth - (Jason Bateman)

Michael er sá eini sem er að halda Bluth fjölskyldunni sinni saman aðalega vegna viðskipta skynsemi , dyggð og þolimæði hans. Konan hans dó fyrir nokkrum árum og þarf hann þá að sjá um son sinn George Michael einn.

Jason Bateman hefur leikið í þó nokkrum “stórum” bíómyndum en flest öll smáhlutverk en hefur leikið í myndum eins og Dodgeball, The Sweetest Thing, og Starsky and Hutch. Á 62nd Annual Golden Globe Awards (2005) þá vann hann fyrir besta aðalhutverki í gamanleiki eða söngleiki.

George Bluth, Sr. - (Jeffrey Tambor)

Vegna græðsku George Bluth, Sr. þá er Bluth fjölskyldan í þessari klípu. Eftir hafa byrjað með aðeins litla banana búð á sjöunda áratugnum þá hefur heimsveldið hans stækkað gríðarlega. Núna er hann í fangelsi bíðandi eftir réttarhöldum.

Jeffrey Tambor hefur leikið meðal annars í smáhlutverkum eins og í Hellboy, talaði inn á SpongeBob Squarepants: The Movie, Grinch, og aðalhlutverki í Larry Sanders Show.

Lucille Bluth - (Jessica Walter)

Sem eiginkona George Bluth Sr. hefur hún átt líf sem margir myndu öfunda, ásamt því að geta keypt nánast allt sem hún vill þá á hún son (Buster) sem dýrkar hana og gerir allt fyrir hana.

Jessica Walter er best þekkt fyrir leik sinn í Trapper John, M.D

Buster Bluth - (Tony Hale)

Yngsta og dekraðasta barna Bluth fjölskyldunar, Buster er rakkaður niður af föður sínum og elskaður af Móðir sinni. Hann Buster er óhæfður til þess að fást við hinn “raunverulega” heiminn og þar að leiðandi býr hann enþá með móður sinni, og víkjir sér þá undir eitthver ábyrgð.

Tony Hale hefur leikið í þó nokkrum auglýsingum meðal annars í Volkswagen og Sony. Hann er giftur Martel Thompson.

G.O.B. - (Will Arnett)

G.O.B. er frekar slappur töframaður sem á það til að spila “The Final Countdown” með “Europe” þegar hann er að sýna “galdrana” sína, hann er reyndar slappur í öllu tengdu viðskiptum og hann á það til að keyra á “Segaway” -inum sínum.

Will Arnett er ekki þekktur þannig séð í bíómynduheimnum hefur leikið smáhlutverk í t.d. Sex and the city og Monster-in-Law.

Lindsay Fünke Bluth - (Portia de Rossi)

Lindsay er þekkt fyrir að halda góðgerðamál fyrir ekkert svo sérstaka orsaka. Hún er gift Tobias Fünke, sem er sálfræðingur með köflótta fortíð og sem virðist eiga dapra framtíð fyrir sér.

Portia de Rossi er örugglega þekktust fyrir hlutverk sitt í Ally McBeal og var ef ég man rétt þá var hún með Ellen DeGeneres en endist ekki lengi.

Tobias Fünke - (David Cross)

Tobias Fünke er einn frumlegasti og fyndasta persóna í langan tíma (að mínu mati). Tobias er fyrrverandi sálfræðingur en hann missti leyfið sitt þegar hann gerði hjartarhnoð á mann sem var reyndar bara sofandi enn núna hefur hann fundið sína köllun sem er að vera leikari. Hann er giftur Lindsay og eiga þau dóttir saman “Maeby”.

David Cross er þekktur fyrir að leika sérviskna og fynda karekta. Hann lék í “sketch” þáttunum Mr.Show with Bob and David. Myndir sem hann hefur leikið í eru Scary Movie 2, Eternal Sunshine of the Spottles Mind og Men In Black myndunum. Allavegana hefur álitið mitt á honum hækkað eftir hafað séð hann í Arrested Development þótt að það var nokkuð hátt þegar.


George Michael - (Michael Cera)

Er furðulega góður strákur en hefur littla hugmynd hvernig á að bregðast við geðveiki fjölskyldu hans. Og ekki bættir það þegar hann byrjar að vera hrifin af frænku sinni “Maeby”

Michael Cera er örugglega þekktastur fyrir að leika hinn unga Chuck Barris í Confessions of a Dangerous Mind en hann talar líka inn á Braceface sem er víst eitthver þekktur barnaþáttur í BNA.

Mae Funke (Maeby) - (Alia Shawkt)

Ef George Michael er góði strákurinn í fjölskyldunni þá er Meaby akkúrat það öfuga og reynir að fá þá alla athygli sem hún getur fengið.

Alia Shawkt lék í sjónvarpsþáttunum State Of Grace, sem fékk mikið lof gagnrýnanda.

——————

Ég mæli að fólk kaupi seríuna af það virkilega “fílar” þennan þátt…af Amazon.com sem dæmi, kostar eitthvern 3.þúsundkall serían. Svo er önnur sería að koma 11. Október.
Það tók mig svona 3-4 þætti áður en ég var gjörsamlega háður og mæli með því að fólk dæmi ekki þáttinn of fljótt áður en þau er búinn að sjá svona fyrstu 5 þættina.

Og afsakaði allar villur, örugglega nokkrar þarna en nenni ekki að fara yfir þær.

Heimildir:

www.fox.com/arresteddev

http://the-op.com - flest allt tekið þaðan

www.imdb.com
„I'm constantly trying to better myself and further educate myself in any way…that doesn't involve reading.“