hérna er smá framhald af mistök greininni:)
gildir það sama hérna, veit ekki hvort þetta hefur komið fram áður eða hvort þetta er allt rétt….
1. TOW Monica and Richard Are Friends þá er Monica að tala við Richard í símann, svo stendur hann bara fyrir utan hurðina…þarf ekki að hringja bjöllu niðri fyrst til að láta hleypa sér inn?
2. Í TOW all the Thanksgivings eru Chandler og Rachel kynnt en í Pilot þá er eins og þau hafi aldrei hist áður.
3. TOW Two Parties setur Joey bleika jakka mömmu Rachelar inní skáp án þess að hún sjái, seinna er hún að klæða sig í hann…hvernig vissi hún hvar hann var?
4. Í þætti í 5. seriu (man ekki hvaða) þá eru monica og rachel að tala um Ross og Rachel segir: “I'm not gonna get started with all that Ross stuff again. I don't go for guys right after they get divorced.” og Monica segir eitthvað “that´s right you just go after them right after they get married” en það skiptir ekki máli.
Þetta er ekki alveg rétt hjá Rachel því hún reyndi við Joshua Burgin sem verslaði alltaf föt hjá henni þó hún vissi að hann væri nýskilinn
5. Í TOW The Invitation sést phoebe vera að lesa sitt boðskort og á því er stimpill og langt heimilisfang en í næsta skoti stendur bara phoebe buffay á því.
6. Í einhverjum þættinum er 16. febrúar og afmælisdagur phoebe en 3 þáttum áður er valentínusardagurinn sem er hvað…14. febrúar að ég held.
7. Í einum þættinum situr Rachel við eldhúsborðið og er búin að taka mikið af eldhúsrúllu en svo er skipt um myndavél og eldhúsrúllan sést ekki en svo er skipt aftur og eldhúsrúllan komin aftur.
8. Í TOW Ross can't flirt þegar Ross er að tala við pizza stelpuna um gas..þá er hurðin opin alveg uppá gátt en í næsta skoti er hún bara opin um 90°
9. Í TOW the girl who hits Joey Rachel situr í stól á kaffihúsinu og hárið á henni er bak við axlirnar, myndavélin skiptir af henni og strax á hana aftur, þá er hárið fyrir framan axlirnar.
10. Í thanksgiving flashback þættinum grennist Monica og Rachel er þar til að sjá það, en svo í Pilot er Rachel hissa á því hversu mjó hún er.