Uppáhalds-þættir. Hér er búið að tala um uppáhaldsbrandara, atriði og annað slíkt en ekkert umtal hefur verið um uppáhaldsþátt á heildina litið.
Ég veit að það er rosalega erfitt að velja uppáhaldsþátt úr allri hrúgunni, þeir eru allir brilliant ! En ég ákvað samt að velja einn uppáhaldsþátt minn úr hverri seríu fyrir sig. Það er mjög erfitt að gera upp á milli en þessir stóðu svona aðeins uppúr.

FYRSTA SERÍA.

Þátturinn sem stendur uppúr hjá mér í fyrstu seríu verður að vera TOW the blackout. Atriðið með Chandler þegar hann var læstur inni í hraðbankahúsinu með módelinu Jill Goodacre var snilld ! Hann gat með engu móti verið “rólegur” og “cool”. Allt sem hann sagði kom vitlaust út og þetta með tyggjóið var algjör snilld !
Á meðan voru hinir heima hjá Monicu og láta tímann líða með því að spila Monopoly og syngja. Rachel og Paolo byrjuðu saman í þessum þætti.

ÖNNUR SERÍA.

Ég verð að segja að fyrsti þátturinn í þessari seríu hafi staðið uppúr, TOW Ross's new girlfriend. Þetta var þátturinn þar sem Ross kom með Julie heim frá fornleifaferð sinni til Kína. Það var geðveikt að sjá Rachel öfundsjúka og reiða út í Julie. Og svo var það atriðið með klippingunum hennar Phoebe. Hún hafði klippt Joey og Chandler svo vel að Monica nöldraði í henni til að klippa sig. Loks gafst Phoebe upp (undan stjórnseminni) og klippti hana en málið var að hún klippti hana eins og Dudley Moore í staðinn fyrir Demi Moore eins og Mon vildi. Í þessum þætti káfaði líka klæðskeri Joey's á Chandleri.

ÞRIÐJA SERÍA.

Annar þátturinn í þessari seríu var sönn snilld ! Það var þátturinn TO where no one's ready. Þetta er einn besti þátturinn (minn) ef ég lít yfir allar seríurnar. Ross býður vinunum í stórveislu á vegum vinnunnar sinnar þar sem á að heiðra hann. En það tekur þau eilífð að komast af stað ! Chandler og Joey rífast um stól sem verður að hörkurifrildi um fötin þeirra. Joey hellir óvart niður á kjól Phoebe-ar, það tekur Rachel endalausan tíma að klæða sig sem gerir Ross mjög æstan. Monica heyrir gömul skilaboð frá Richard á símsvaranum sínum og heldur að hann vilji taka saman við sig aftur, fríkar út og skilur eftir örvæntingafull skilaboð á símsvara Richard's. Hún sér eftir því og reynir að eyða þeim með hræðilegum árángri.

FJÓRÐA SERÍA.

Allir þættirnir eru mjög góðir í þessari seríu, eins og alltaf, en ef ég vel einn (ég tel ekki ferðalagaþættina með) þá verður það að vera TOW The Embryos. Þetta er alveg topp þáttur, sérstaklega atriðin þar sem Mon, Rach, Chan, Joey eru að keppa uppá íbúðirnar sínar. Það fer allt úr böndunum og það endar með því að íbúð Monicu og Rachelar verður að íbúð Chandlers og Joey's og öfugt. Ross sá um að búa til spurningarnar og það brill að fylgjast með þeim svara spurningunum. í þessum þætti fór Phoebe á spítalann til að verða frjóvguð með börn bróður síns !

FIMMTA SERÍA.

Það er mjög erfitt að velja einn sérstakan úr þessari seríu þar sem þetta er ein besta serían að mínu mati. En … svo ég nefni einhvern … þá segi ég TOW The Inappropriate Sister.
Í þessum þætti fór Rachel á stefnumót með nágranna sínum Danny en eftir stefnumótið getur hann ekki boðið henni inn vegna þess að systir hans er í heimsókn hjá honum. Rachel verður hissa þegar systir hans kemur til dyra aðeins klædd í skyrtu og þau systkinin fara að glíma í gamni. Þetta gengur áfram með enn hneykslanlegri hegðun hjá þeim og á endanum ákveður Rachel að slíta sambandinu. Besta atriðið í þessum þætti var þegar Rachel fer til hans til að hætta með honum en hann nær að tala hana aðeins til en svo í endann kallar systir hans úr baðherberginu : Danny! Hurry up! The bath is getting cold! Það var algjör snilld !!

SJÖTTA SERÍA.

Í þessari seríu velur maður án efa þættina TO That Could Have Been Part I og II. Það munu náttúrlega allir eftir þessum þáttum og það var hlægilega asnalegt að sjá Monicu spikfeita, Phoebe rosalega viðskiptakonu, Chandler sem atvinnulausan rithöfund, Joey enn frægan og leikur enn Dr. Drake Ramoray, Ross en giftur lesbíukonunni sinni henni Carol og Rachel ef hún hefði gifst Barry.
Þessi þáttur var bara hreint út sagt brilliant !! Það hljóta allir að vera sammála mér í því !

SJÖUNDA SERÍA.

Það er dáldið erfitt að velja einn hér því þættirnir í þessari seríu hafa verið aðeins öðruvísi en í hinum seríunum. Ætli ég velji ekki bara seinasta þáttinn sem sýndur var hér, TOW Rachel's Big Kiss. Það var skemmtilegur þáttur með hinum umtalaða kossi Aniston og Ryder (sem reyndist vera ekki neitt). Ross og Chandler rifust um jakkafötin af frægu stjörnunum og Monica reynir að koma boðflennum fyrir í brúðkaupinu þeirra, foreldrum Joey's.