Ég hélt að gagnrýna væri að segja að eitthvað væri ekki nógu gott? Varstu ekki að því?
Það sem ég vildi sagt hafa var að ef maður ætlar að gagnrýna þá er lítið gagn í að alhæfa, betra er að vera nákvæmur og segja eitthvað um hvað það er sem er vandamálið. Ekki bara “sumar greinar eru leiðinlegar”. Það hjálpar ekki mikið. Svo er alltaf gott að koma með punkta og tillögur um hvað betur mætti fara og hvernig mætti bæta stöðuna. Það er góð gagnrýni - ég er ekki að biðja um meira…
Auðvitað mega allir segja sína skoðun en mér finnst korkurinn betur til þess fallin að höndla svona umræður - þetta pláss ætti að vera undir efni sem kemur FRIENDS við. Ef fólk vill spjall og umræður þá notar það korkinn.
Svo finnst mér allt í lagi að benda einstaka sinnum á stafsetningavillur ef greinarnar eru stútfullar af þeim en ef þetta er eitthvað smáræði - fljótfærni eða innsláttarvilla er óþarfi að fara og skrifa heilt álit bara um þessa einu stafsetningarvillu.
En… Mortur8
Það er ekki byðja heldur biðja. Ég hef heldur aldrei heyrt til þess að greinar séu “hannaðar”, frekar að þær séu skrifaðar, samdar, settar saman, unnar eða ritaðar. Svo byrjaru hverja einustu setningu á “ég” nema eina sem byrjar á “en ég”, sem er nokkuð einhæft fyrir utan að “en” er ekki gott orð til þess að byrja setningu á. Það mætti líka benda þér á að nota stóran staf á eftir punkti. Þú hefðir átt að nota “ekki” í staðin fyrir “ekkert”. Orðaröðin “einfaldlega eru” færi mun betur sem “eru einfaldlega”. “Ég sjálfur” er óþörf tvítekning nema þú segir “Sjálfur er ég” best væri að segja bara annaðhvort “sjálfur” eða “ég”. Á “fólkið” að skrifa saman eina grein? Notaðu fleirtölu þegar það á við. Líka þegar þú talar um að lesa “greinar” og taka svo þátt í umræðu um “greinina”. Ef þú ætlar að nota “…” verðuru að setja þrjá punkta, og bil á eftir og , ekki bara tvo punkta og ekkert bil, þú hefðir frekar átt að skella kommu þarna.
Svo benti einhver á “kanski” er rétt skrifað “kannski”.
Kannski ert þú ekkert svo góður í að skrifa greinar en þig langaði bara að koma þínu áliti á framfæri… Málið að það er þannig um marga sem skrifa hérna - þeir gera kannski ekki fullkomnar greinar en þeir eiga alveg eins rétt á þvi að koma sínu á framfæri án þess að þurfa að ráðfæra sig við þýðendur og málfræðinga. Þú getur ekki ætlast til að þeir skili inn mjög vel “hönnuðum” greinum og ekki þú? Fyrir utan að þetta sem þú skrifaðir á heima á korknum en ekki hér. Annað fólk er að skrifa greinar hérna um FRIENDS en ekki sínar persónulegu skoðanir. Notaðu korkinn.
Þetta er bara mitt ÁLIT, ég er ekki að reyna að móðga neinn - ég er bara með ákveðnar skoðanir á þessu.
kveðja,
/A