Joey Tribbiani, já þið þekkið kallinn frá Friends þáttunum okkar kæru sem hættu fyrir ekki svo löngu síðan :( En Joey er kominn aftur og sjálfur er ég búinn að sjá einn þátt af þessum snilldar þáttum!
Joey þættirnir Byrja á því að Joey mætir í LA og hittir systur sína á flugvellinum og frá þaðan að nýju íbúðini hans, Joey er tilbúinn að meika það í leiklistinni og er kominn með dúndur umboðsmann til að hjálpa sér að ná því markmiði, hann er kominn með Major flotta íbúð og er tilbúinn að byrja nýtt líf í Hollywood.Hann Joey okkar er auðvitað jafn heimskur og klaufskur og hann var í Friends þáttunum okkar og sést það mjög vel í þessum eðal þáttum. Ekki get ég sagt mjög mikið um þennan þátt eftir að hafa séð aðeins einn þátt enn ég get sagt að þú munt hlæja upphátt, ég ætla aðeins að gefa ykkur smá profile á karakterunum í Joey
Gina: Systir hans Joey er mjög lík honum Joey okkar, hún er þó aðeins gáfaðari og hún er alveg Snarbrjáluð konan
Michael: Michael er Sonur hennar Ginu og Alveg óeðlilega gáfaður, hann á svona eiginlega að koma í staðinn fyrir Ross að því leyti að Joey skilur aldrei hvað maðurinn er að segja.
Alex: Alex er nágranninn hans Joey sem er öll svona reglur og gáfuð ( ég vil einnig taka það framm að Alex er kvennmaður)
Bobby: Bobby er geðbilaði Umboðsmaðurinn hans Joey og hún hefur einnig komið fram sem Amanda pirrandi kona í Friends sem að Monica og Phoebe voru að reyna að útiloka
Joey: og svo auðvitað Joey sem ég þarf varla að kynna og þarf ég nú varla að segja meira um hann :)
Joey þættirnir eru mjög góðir þótt ég hef bara séð einn þátt gef ég honum 9/10 ég ætla einnig að benda á að Kevin S.Bright Directar þessum þáttum sem stóð einnig bakvið leikstjórn í Friends þannig engar áhyggjur yfir því að leiklistin verði eitthvað slöpp ;) en ég kveð að sinni
Farewell ***The Lionheart***