Þessir þættir eru bara algjör snilld… Þessir þættir eru um mest misheppnuðust fjölskyldu sem að ég veit um…sumir halda að raunverulegar fjölskyldur eigi vandamál en þessi slær allt út…!
Fjölskyldu meðlimirnir eru:
Pabbinn Ben Harper (Robert Lindsay) er tannlæknir
Mamman Susan Harper (Zoë Wanamaker)er ferðastýra um London fyrir utanaðkomandi ferðamenn
Elsti sonurinn Nick Harper (Kris Marshall) Er bara snillingur helst hvergi í starfi og er solldið mikið heimskur
Næstelsta barnið eða dóttirinn Janie Harper (Daniela Denby-Ashe) Er komin í menntaskóla
Yngsti sonurinn Michael Harper (Gabriel Thompson…haha á ammæli sama dag og ég) er enn í grunnskóla og er algjört tölvunörd…!!
Frænka þeirra Abi Harper (Sioban Hayes) er algjörlega misheppnuð og tollir hvergi í starfi eins og Nick
Þessi fjölskylda er alltaf upp á mót hvort öðru og er með Kaldhæðnisleg skot á hvort annað…!!
Ben er þrjóskur og þolir ekki hvað dóttir hans suðar um mikin pening “Þú rýrð mig inn að skinni…hættu því STRAX” -BEn Harper þegar hann var að senda Janie ávísun.
Susan er ömurlegur kokkur og þráhyggju í sambandi við krakkana keypti einu sinni heils árs byrgðir af hundamat á skólauppboði hjá skólanum hans Michael en vandamálið er þau eiga engan hund…!!
Nick er snillingur alleg inn að skinni og algjör kvennabósi og tollir alls ekki í neinu starfi neins staðar…hafur verið dragdrottning, limmóbílstjóri, búðamaður, kokkur og Sæðisgjafi…!!
Janie er já í menntaskóla og er algjör gelgja… mamma hennar og pabbi komu einu sinni að henni að stunda kynlíf með tveim strákum í einu…kenndi litla bróður sínum að ná í stelpur… :D Góð systir…einu sinni fékk hún sér vatnsbrjóstarhaldara og hann sprakk og þá komst mamma hennar að því :D
Michael er já enn í grunnskóla og er algjört nörd þegar að kemur tölvum…góður nemandi og læsti pabba sinn inni í herbergi þangað til að hann skrifaði handa honum tvær ávísanir upp á um 400 pund…!!
Abi er algjörlega misheppnuð og hjálpaði Michael einu sinni að gera eina stelpu hrifna af honum en kynni hennar og Bens byrjuðu ekki mjög vel hún braut hjá þeim rúðuna hjá hurðinni og allt blóðið fór á skyrtuna hans Bens og það þurfti að fara með hana á slysó…!!
Ef að þið viljið vita meira þá myndi ég horfa á þessa þætti eða fara á:
http://www.bbc.co.uk/comedy/myfamily/