Það hafa verið nokkrir flashback þættir í Friends þar sem gefnar eru upp ýmsar upplýsingar um bakgrunn vinanna. Oftast er talað um skólaár þeirra. Hér eru nokkrir punktar um skólaár þeirra:
Monica: Monica var feit á þessum tíma og það sannaðist þegar hún var í barnaskóla og það þurfti að fá krakka úr gaggó til að vega salt með henni. Hún kynntist þar Rachel og á einhvern óskiljanlegan hátt urðu þær að vinkonum þrátt fyrir snobbið í Rachel(ég meina hún átti hest og bát á þessum tíma for crying outloud). Monica var í skátunum og át allar skátakökurnar sem hún átti að selja og pabbi hennar þurfti að borga. Hún fór í sérstakar fitubúðir fyrir feita krakka, en hún reyndi að flýja þaðan. Hún átti frekar erfið skólaár vegna útlits greyið.
Rachel: Hún var alltaf vinsælust og var fyrirliði klappstýruliðsins og alles. Þegar hún fór svo í háskóla var hún í systrabandalaginu Kappa Kappa Delta( held ég). Hún átti voða bágt með nefið á sér og fór því í lýtaraðgerð til að minnka það.
Ross: Var alltaf lúði á skólaárunum en hann vann ýmis vísindaverðlaun sem fylla nú gamla herbergið hans(þeas áður en foreldrar hans seldu húsið). Hann varð strax hrifin af Rachel þegar hún kynntist Monicu. Hann fékk nicknameið wetpants Geller eftir eitthvað atvik sem hann hélt fram að væri gosbrunni að kenna:) Þegar hann svo loks fór í háskóla kynntist hann Chandler( þeir voru herbergisfélagar) og þeir stofnuðu hljómsveit saman ég veit ekki hvað hún hét en eitt laga þeirra hét Emotional Napsack og ætlaði Ross eitt sinn að reyna að heilla Rachel með því lagi. Þeir gerðu ýmisslegt saman t.d. fóru þeir saman á Wham tónleika þar sem Chandler lét George Michael slá sig utan undir þegar hann ætlaði að vaða upp á sviðið:) Þeir fóru einnig í einhvern skemmtigarð þar sem Ross fékk niðurgang eftir nokkrar slæmar Tacco skeljar þegar hann fór í rússíbanann. Ross svaf einnig hjá ræstingarkonunni í háskóla þeirra. Ross kynntist einmitt Carol þar hún var þá í tennisliðinu,róðraliðinu og skíðaliðinu(ef það var ekki hint um lesbíska hneigð hennar þá veit ég ekki hvað).
Joey: Var í gaggó og stundaði kynlíf í stað þess að lesa Lord Of Rings:) Hann fór oft í vorfríinu með háskólafólki að djamma og flekaði hann ófáar háskólastelpurnar. Mér finnst nú eiginlega merkilegt að hann eigi að hafa klárað gaggó.
Phoebe: Fór aldrei í skóla því hún var heimilislaus 14 ára og hékk með fósturpabba sínum( Albino Bob) þegar mamma hennar framdi sjálfsmorð. Hún reyndar fór í einhvern bókmenntakúrs með Rachel í seríu 6.
Jæja ég nenni ekki skrifa meira, þið bara bætið inn ef eitthvað vantar. Ég man aldrei þetta allt saman.
“school´s out for……”
Cactuz
—-*—*—*
—–*–*–*
——*-*-*
——–*
——–*
——–*