Hér ætla ég að skrifa um uppáhalds gamanþættina mína, Seinfeld, raunar hef ég nokkrar greinar um Seinfeld í kollinum og er þetta sú fyrsta.
Þættirnir um Seinfeld voru sýndir frá árunum 1989 til 1998, samtals voru 177 þættir gerðir og voru vinsælasta sjónvarpsefni tíunda áratugarins.
Þættirnir fjalla um Jerry Seinfeld og eru byggðir á stand uppi hans og einnig hans eigin reynslu og meðhöfundar hans, Larry David (Curb your enthusiasm).
Það merkilega við þættina er að aðalpersónan Jerry er sú minnst áhugaverða persóna þáttanna, meðal annara persóna eru æskuvinur Jerrys, George Louis Constanza, feitlagin, hálfsköllóttur, misheppnaður, óöruggur, ofsóknabrjálaður og dálítið treggáfaður en samt alger slöttólfur. Snillingur í að koma sér og flestum öðrum í ótrúlegustu vandræði.
Svo er það nágranni Jerrys, Kramer sem svo undarlega sem það hljómar er byggður á nágranna sem bjó í næstu íbúð við Jerry í nokkur ár og lifir en á “frægðinni” af þáttunum (http://www.kennykramer.com/), Þangað til í 5. seríu var Kramer bara Kramer en þá komumst við að því að fyrra nafn hans er Kosmo. Kramer er atvinnulaus en alltaf með eitthvað á prjónunum. Pizzustaður þar sem maður gerir sína eigin pizzu, stofuborðsbók um stofuborð, rúllubindi sem… eh það er ekki hægt að útskýra það… : ). Alla vega þá er Kramer einn skrautlegasta persóna sem sést hefur í sjónvarpi.
Svo er það Elaine Benes, fyrrverandi kærasta Jerrys, bráðgáfuð, falleg og hæfileikarík, en einkalíf hennar er algerlega misheppnað. Tekst alltaf að ná í einhverja lúsera eða ef hún nær í flotta gæja þá klúðrar hún því, tildæmis vegna smámunasemi hennar og ofnæmi fyrir rangri punktasetningu.
Seinfeld þættirnir eru þættir um ekki neitt, eða sú var upprunalega hugmyndin, í stað þess að vera með söguþræði og láta eitthvað gerast voru þættirnir í byrjun um hversdagslega hluti sem engum hafði dottið áður í hug að fólk hefði gaman af að horfa á. Bið eftir borði á kínversku veitingahúsi, vandamálin sem fylgja því að vera á leiðinni í matarboð (og verða að koma með vínflösku og köku, annað er dónaskapur), eru meðal efnistaka fyrstu þáttanna og þangað til í fjórðu seríu gengu þættirnir algerlega út á það. Þá var ákveðið að koma með gangandi söguþræði, eins og þar sem Jerry og George eiga að gera sjónvarpsþátt (sem George vill að byggi á engu), og George trúlofast, fær bakþanka og er alla 7. seríu að reyna að komast út úr því.
Þótt síðasti þátturinn af Seinfeld hafi verið sendur út 14 maí 1998 eru þeir en sýndir á hverjum degi um allan heim. Þættirnir eru að mínum mati einhver mesta snilld sem sýnd hefur verið í sjónvarpi og sem dæmi um áhrif þeirra þá byggja flestir gamanþættir í dag á sama formi, t.d Everybody Loves Raymond, George Lopez, King of Queens og fleirri og hægt væri að skrifa heila grein um alla brandarana sem Friends höfundarnir stálu úr Seinfeld þáttunum. Þess má geta að Courtney Cox lék í einum þáttanna rétt áður en framleiðsla Friends þáttana hófst.
Næsta grein fjallar um hinar ýmsu skrautlegu aukapersónur í þáttunum.
————–