Annars fór þetta nú allt á mjög fyrirsjáanlegan hátt. Chandler og Monica fengu loksins krakka, og meira að segja tvo. Pheobe giftist Mike og er að fara að eignast krakkaskara með honum til að verða eins og í Sound of music ;) Joey mun senn halda til Hollywood til að meika það og það sem mér fannst frábærast við þetta allt saman, Ross og Rachel náðu loksins saman :D Þá varð ég sko ánægður. Maður er búinn að vera að bíða eftir þessu síðan í annarri seríu ;)
Hvað fannst fólki annars um þetta? Var þetta velheppnaður endir? Mér fannst þetta allt saman mjög sorglegt en engu að síður mjög vel heppnað. Þegar þau stóðu öll í tómu íbúðinni var “touching moment” sem seint mun gleymast. Svo hvernig þau ákváðu að skella sér á kaffihús í lokin var mjög táknrænt og algjör snilld hreinlega.
Æj þetta var allt saman yndislegt bara! Fullkominn endir!
Takk fyrir árin 10, þetta var frábær tími. Friends munu lifa að eilífu í endursýningum.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _