Lisa Kudrow Biography Biography um hina frábæru leikkonu Lisu Kudrow (Pheebs).

Lisa fæddist 30 júlí 1963 í Encina, Californiu en var alin upp í Tarzana. Hún er dóttir höfuðverkjarsérfræðings. Hún bjóst við að feta í fótspor föður síns þegar hún útskrifaðist úr Vassar Háskóla í New York með BS gráðu í Líffræði og sneri hún aftur til Californiu til að vinna með honum. Hinsvegar var ferill Kudrow á rannsóknarstofunni stuttur, því vinur bróðir hennar, Jon Lovitz, stakk upp á að hún færi í prufu fyrir gamanleikhópinn, The Groundlings.Hún fór en ekki viðtekinn um leið vegna skorti á reynslu en eftir að hafa unnið með Cynthiu Szigeti, vel þekktum gamanleikskennara, komst hún inn árið 1989. Á meðan á þessum tíma stóð byrjaði Lisa með þá óþekktum Tonight Show Host Conan O´Brian.
Á leið Lisu til velgengni, varð hún fyrir nokkrum vonbrigðum þangað til hún fékk hlutverk Phoebe Bouffey. Hún var upphaflega ráðin til að leika Roz Doyle í Frasier en Pery Gilpin kom í stað fyrir hana áður en Pilotinn var kvikmyndaður.
Kudrow ávann sér Emmy tilnefningu fyrir bestu leikkona í aukahlutverki árið 1998 og vann þau. Hún hefur einnig hlotið Golden Globe tilnefningu.
Lisa giftist franska auglýsendaframkvæmdarstjóranum Michael Stern árið 1997 og á með honum eitt barn, Julian Murray Stern fæddur 1998.

Skemmtilegar upplýsingar :
Var hrein mey til tvítugs (að hennar eigin sögn).
Hún elskar að setja M&M á álpappír, setja þá í ofn þangað til þeir eru bráðnaðir og borða þá með skeið(um að gera að prófa það!).

Helstu myndir:
Romy and Michelles highschool reunion
Hanging up
Analyze This