Á hverja Friends síðu sem maður fer á er Biography um hvern leikara. Ég ákvað að skrifa svoleiðis um Rachel og Joey.
Rachel :
Rachel er þessi töff týpa af vinunum með gríðarmikli þekkingu á tískunni - enda vinnur hún hjá Ralph Lauren. Hún virðist vera mest down to earth af stelpunum, ólík hinni taugasjúku Monicu og lagastúfnum (hehe) henni Phoebe.
Rachel er ein af grúppunni og bjó með Monicu á móti Chandler og Joey (en það er breytt núna, Chandler býr með Monicu og Rachel með Joey). Vinskapur Rachel er eiginlega mestur hjá Monicu eins og sést oft vel, sérstaklega í þættinum þar sem hún flytur út til að Chandler gæti flutt inn.
Overalt er Rachel nýtískuleg, sjálfstæð og rökræn.
Jennifer Aniston:
Jennifer fæddist 11 febrúar 1969 í Californiu, USA. Hún heitir í raun Jennifer Anastassakis. Pabbi hennar John Aniston var leikari og lék meðal annars í Days of our lives (kannist öll við þann þátt). Aniston bjó í eitt ár í Grikklandi en hún er grísk. Síðan flutti hún til New York. 15 ára fór hún í New York\'s High School For The Performing Arts og útskrifaðist þaðan 1987. Árið 1994 fór hún í leikprufu fyrir Friends, var upphaflega að prufa fyrir hlutverk Monicu en sagði framleiðendunum að henni myndi líða miklu betur með hlutverk Rachel.