
Mulholland Drive fjallar um konu sem er skilin eftir á Mulholland Drive( sem er gatan á hæðunum þar sem Hollywood skiltið er) eftir bílslys. Hún ráfar um minnislaus þangað til hún kemur að húsi. Í húsinu býr leikkona sem hjálpar henni að rifja upp hvað kom fyrir hana. Inn í þessa sögu spinnast svo aðrir karakterar t.d. leikstjóri sem er í mafíuvandræðum, maður sem lætur drauma sína rætast… og framkvæmdarstjóri í stóru leiguhúsnæði.
David Lynch sagði að þessi mynd væri ekki jafn dökk og Lost Highway en ekki heldur jafn róleg og Straight Story. Ég er allveg sannfærður um eitt að myndin verður örugglega mjög stílhrein í anda film noir myndanna. David Lynch pælir mikið í lýsingu og hljóðum og það sést best í Eraserhead og Lost Highway, hann vinnur sjálfur nánast alla hljóðvinnuna í sumum myndum hans. Ég bíð spenntur eftir þessari mynd, enda mikill Lynch aðdáandi. Ég er nokkuð viss um að þessi mynd verði allt annað en venjuleg mynd því Lynch fer alltaf ótroðnar slóðir í kvikmyndagerð.
Cactuz-