Nú þegar vinsældir Vinanna þarna úti eru að dvína fer maður að velta fyrir sér, verður 8.serían seinasta serían ? Við vitum öll að leikararnir eru búnir að gera samning út 8.seríu en hvað tekur svo við ? Líklegast, eins og staðan er núna, munu þeir hætta. Samningaviðræður Warner Bros við leikarana um að leika í 7 og 8 seríu gekk brösulega eins og við flest öll vitum. Leikararnir vildu miklu hærri laun fyrir hvern þátt og fyrirtækið var ekki alveg tilbúið að borga slíkar upphæðir. Síðan gæti það líka orðið heit leikaranna hvort við annað sem gæti leitt til þess að þeir munu hætta, þ.e. ef einn hættir, hætta allir. Ég man eftir því þegar David Schwimmer (Ross) var að hugsa um að hætta í þættinum og snúa sér að kvikmyndaleik. Ef eitthvað hefði orðið úr því, og Vinirnir staðið við heit sín, væru þeir ekki á skjánum núna (hræðileg tilhugsun). Þá er bara að vona að Vinirnir endurheimti vinsældir sínar á ný eins og áður og enginn leikaranna sé tilbúinn að hætta í þessum bestu þáttum sem gerðir hafa verið (eru ekki allir sammála?).
Ég hef marga tala um að Friends séu orðnir svo lélegir að þeir ættu bara að hætta. Ég hef einfalda lausn á þessu vandamáli ykkar. Hættiði bara að horfa á þættina og hættiði að röfla yfir því hvað þeir eru lélegir. (o:þ