Nú þurfa leikarar og aðrir sem vinna við hina ofur vinsælu Friends þætti heldur betur að taka á honum stóra sínum ætli þeir ekki að verða undir í samkeppninni við Survivor þættina. Hingað til hafa Vinirnir ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af vinsældum enda þættirnir verið á toppnum þar sem þeir hafa verið sýndir. Í kjölfarið hefur leikurunum sex (Perry, Aniston, Cox, Schwimmer og LeBlanc) tekist að margfalda laun sín og þau eru öll orðin milljónamæringar.
Á dögunum hófust sýningar í sjónvarpi á Survivor II og voru þeir settir á dagskrá til höfuðs Friends.
Þrátt fyrir að Friends væru að þessu sinni tíu mínútum lengri en venja er þá urðu þeir (því miður) undir í baráttunni við keppnisfólkið í Survivor II. Eyjadramað náði 25 % áhorfi en Friends 24 %. Þetta kann að þykja lítill munur en ekki verður litið framhjá því að niðurstaðan er áfall fyrir framleiðendur Friends. Þeir hafa nefnilega gengið að því vísu að ná til að minnsta kosti þriðjungs áhorfenda. Bandarískum áhorfendum þykir semsagt ekki síður skemmtilegt að fylgjast með “venjulegu” fólki draga fram lífið á eyðieyju en að fylgjast með þeim vinum okkar Chandler Bing, Monicu og Ross Geller, Rachel Green, Joey Tribbiani og Phoebe Bouffey í hversdagslegum ævintýrum.
Ps. hvernig væeri að setja Survivor áhugamál á huga.is ???