Hæ, hæ allir hugarar og friendsnördar með meiru.
Ég var aðeins að spá í öllu þessu Mike og Phoebe dæmi, hvernig þetta byrjaði og svo framvegis. Mér fannst það miklu betra að það var hann en ekki Dave sem að bað hennar :)
En jæja, hann kom fyrst í þáttinn í níundu seríu þegar Phoebe og Joey ætluðu á doubble-date(afsaka enskusletturnar) og hitt átti að finna date handa hinu. Phoebe kom með svaka gellu handa Joey, en eins og kannski við mátti búast, þá gleymdi Joey þessu öllu saman. En allavega, Phoebe kemur til hans og minnir hann á date-ið og svona, en þá fattar hann að hann er ekki búinn að redda henni date en lýgur því upp að hann heiti Mike ;)
Og svo fer hann á Central Perk, kallar Mike, bara svona til að tékka hvort að það sé einhver Mike þarna, og viti menn, það er einn sem segir “yes.” Og þannig byrjaði þetta nú eiginlega. En á date-inu fattar Phoebe að þetta er bara einhver gaur “útí bæ” verður hún fúl út í Joey og fer.
En svo hittast þau nú aftur og finnst mér algjör snilld þegar Mike tekur “lúft”píanóið á Central Perk!
Svo fer sambandið að þróast og kemur nú Ross eitthvað við sögu. T.d. þegar hún er að fara á eitt af fyrstu stefnumótunum með honum og hittir Ross og hann byrjar eitthvað að tala um það að hún hafi aldrei verið í löngu sambandi(sambúð og þess háttar) og þá fer hún að gráta og er alveg eyðilögð á stefnumótinu. Svo fer Ross að tala við hann en endar með því að hann lýgur því upp að Phoebe átti í 6 ára sambandi við Vikram(that´s a real name!) en Phoebe leiðréttir það á endanum og það fer allt vel.
Svo kemur allskonar skemmtilegt inní eins og rotturnar og allt í kringum það ásamt fleiru. Svo má ekki gleyma þættinum þar sem að þau hittu foreldrana hans Mike, vá það var hræðilega vandræðalegt :þ
En svo kom að því að þau hættu saman. Þau voru búin að ákveða að flytja inn saman:
Phoebe: I've always wanted to live with a guy…“Pick up your socks!” “Put down the toilet seat!” “No! We're not having sex anymore!” It's gonna be fun!
En svo kemst Phoebe að því að Mike vill aldrei gifta sig aftur(var giftur, en skildi). Þá einhvernveginn fór allt í mínus sem endaði með því að þau hættu saman í miðjum flutningum.
Chandler reynir að hughreysta hana:
Ah…look on the bright side…I mean you won't have to live with this ugly chair! That was here already huh? I love you.
En svo eins og flestir vita, þá bað Mike hennar á Barbados, eiginelga akkúrat á sama augnabliki og Dave var að fara að biðja hennar:
Mike: Phoebe, will you marry me?
Phoebe: No!
David: Um… Ha ha!
Phoebe: I love you. But I never needed a proposal from you. I just needed to know that we were headed somewhere, you know, that we had a future.
Voða sætt allt saman :)
Þannig að ef maður pælir í því þá byrjaði þetta eiginlega allt útaf okkar yndislega “vitlausa” Joey, sem einfaldlega gleymdi að redda date-i fyrir Phoebe :)
Takk, -erlam89