Hæ hugarar :)
Ekki fyrir svo löngu sendi ég inn grein um nokkra af þeim fjölmörgu aukaleikurum sem hafa brugðið fyrir í friendsþáttunum. En það vantaði marga af þeim bestu og er meiningin að reyna að koma með slatta af þeim með þessari grein. Svo njótið vel!
Barry Farber/Finkle
Leikinn af Mitchell Whitfield. Næstum fyrverandi eiginmaður Rachel. Hún stakk hann af í brúðlaupinu þeirra, út um klósettgluggann en það kannski skiptir ekki öllu :) Og svo byrjaði Barry með Mindy bestu vinkonu Rachel. Svaka saga í kringum þetta allt saman. En mér finst lang fyndnast þegar Barry og Mindy eru að fara að gifta sig og Rachel er brúðarmær og fer í einn bleikasta kjól sem að ég hef séð! Ekkert smá fyndið!
Kristin Lang
Leikin af Gabrielle Union. Hún var að flytja inn í blokkina á móti. Þá rákust bæði Joey og Ross á hana, en í sitthvorulagi, og fóru báðir a date með henni en vissu hvorugir að hinn væri með henni.(soldið flókið að vera að segja frá þessu öllu). Chandler hinsvegar fattaði það. Og þegar hann spurði þá báða í einu: By the way, what´s the name of the girl you´re dating?
Báðir: Kristin Lang
Chandler:Bye!
Kemur svo svaka svipur á þá báða, ógeðslega fyndið!
En svo “tekst” þeim náttúruleg að fæla hana frá sér með því að segja hvað hinn væri ömurlegur.
Bonnie
Leikin af Christine Taylor. Stelpa sem að Phoebe kynnti fyrir Ross, ekkert svo löngu eftir að Ross og Rachel hættu saman. En Phoebe fékk samþykki Rachel af því að hún sagði að hún væri sköllótt… En sannleikurinn var að hún var einu sinni sköllótt, en ekki lengur og þá varð Rachel ekkert smá ósátt.
Steve aka ‘The Stoned Guy’
Leikinn af Jon Lovitz. Þetta er bara hinn mesti snilldargaur finnst mér! Þetta er gaurinn sem að Phoebe fann fyrir hana svo að hún myndi átta sig á að Ross væri sá eini rétti fyrir hana. Hann var ekkert smá sorglegur gaur.
Eddie Menuek
Leikinn af Adam Goldberg. Herbergisfélagi Chandlers þegar Joey flutti í stóru íbúðina sína. Hann var nú eitthvað geðveikur. Ég veit ekki hvað oft Chandler rak hann út áður en hann loksins “mundi” það. Hann sakaði Chandler t.d. um að sofa hjá tilly fyrverandi kærustunni hans og svo að drepa fiskinn hans!
En á endanum fór hann svo.
The Chick and the Duck
Kannski ekki beint aukaleikarar… En mér fannst ég þurfa að setja þau með. Joey keypti kæuklinginn handa Chandler. En svo ætluðu þeir að skila honum aftur því að þeim fannst þeir ekki vera tilbúinir fyrir að eiga kjúkling en komu í staðinn heim með öndina líka. :)
Joshua Bergen
Leikinn af Tate Donovan. Fyrverandi kærasti Rachel. Hún var alveg brjálæðislega hrifin af honum. Þau hættu saman vegna þess að Rachel hræddi hann burt með allskonar merkjum um að hún vildi giftast honum, en hann var ekki alveg tilbúinn í svo stórt skref eftir aðeins 4 date. ;)
Eric
Leikinn af Sean Penn. Fyrverandi kærasti Ursulu og Phoebe. Eric og Usrsula voru að fara að giftast en Phoebe komst af því að hún var að ljúga að honum alveg fullt af hlutum. Þá byrjuðu Phoebe og Eric saman en það gekk ekki upp.
Parker
Leikinn af Alec Baldwin. Fyrverandi kærasti Phoebe. Gaurinn sem að elskaði lífið útaf lífinu! Hann var svo jákvæður að það var too much fyrir Phoebe. Það var hann sem að vildi taka ímynduðu myndina: *click!*
Will Colbert
Leikinn af Brad Pitt. Var með Monicu, Ross og Rachel í skóla. Hann og Ross stofnuðuð The I hate Rachel Green Club! Snilld
Sandy
Leikinn af Freddie Prinze Jr. Barnapía Emmu sem var of væminn af Ross mati og hann þoldi hann ekki. Algjör snilld þegar þeir voru að tala um að Ross væri A REAL BOY!
Melissa Warburton
Leikin af Winonu Ryder. Hún og Rachel kysstust þegar þær voru í skóla en Phoebe trúði því ekki. En þegar þær hittust allar þrjár viðurkenndi Melissa það ekki fyrr en á síðustu mínútu og þá sagðist hún vera svo hrifin af henni og ég veit ekki hvað og hvað.
Tag Jones
Leikinn af Eddie Cahill. Aðstoðarmaður Rachel hjá Ralph Lauren sem hún var ekkert smá hrifin af! Þau loksins byrjuðu saman. Mér fannst eiginlega best og skemmtilegast þegar hún sendi honum starfsmannamatið(sérstakt eintak, bara ætlað honum sko :P)en hann sendi þð áfram og Mr.Zelner, yfirmaður Rachel las það!(Þar stóð m.a. hvað Tag væri með sætan rass o.s.frv.)
Paolo
Leikinn af Cosimo Fusco. Ég hef aldrei verið neitt voðalega hrifinn af hans framkomu í þáttunum þó að hann sé alveg ómissani. En hann var semsagt fyrverandi kærasti Rachel sem kom hálfgerðin í veg fyrir að Ross og Rach byrjuðu saman… Og svo reyni hann við Phoebe og þau hættu saman.
Mona
Leikin af Bonnie Sommerville. Fyrverandi kærasta Ross. Þau hættu saman út af öllu ruglinu með barnið sem að Rachel og Ross áttu von á. Svo fannst mér algjör snilld þegar að Ross fór til hennar(eftir að þau hættu saman) til að ná í bleiku skyrtuna sína(ehemm.. daufum laxalit var það víst).
Mike Hanigan
Leikinn af Paul Rudd. Kærasti Phoebe. En þau hættu svo saman því að hann vildi aldrei giftast. En svo kom hann aftur í lok 9.seríu og bað hennar, hún sagði nei, en þau byrjuðu aftur saman :)
Jæja, ætli þetta sé ekki þá bara komið. Það vantar örugglega einhverja sem að þið viljið sjá hérna, en bara því miður.
Og já, ég skrifaði ekki um foreldrana því að það kom fín grein um þá ekki fyrir svo löngu :)
Takk, takk
-erlam89