Ég ætla að hrósa öllum þeim sem tekið hafa þátt í að halda þessu áhugamáli lifandi gegnum s.l. rétt rúmlega fjóra mánuði síðan 9. seríunni lauk og hvetja ykkur til þess að halda áfram á sömu braut næstu rúmlega 2 mánuði þar til 10. serían byrjar í íslensku sjónvarpi ;)
Þrátt fyrir lok 9. seríu hefur ykkur tekist það að halda ljósi þessa áhugamáls logandi, sem ég dáist hreinlega að. Spennan sem felst í biðinni eftir 10. seríu í imbakassann er auðvitað gríðarleg (að frátöldum þeim sem “niðurhlaða” þáttunum af netinu) og þeir sem vilja róa sig með því að kíkja á gamla og góða gullmola mega endilega tjá sig um þá á áhugamálinu, en auðvitað er ekki bannað að opna sig um mat sitt á ýmsu líkt og á leikurunum og leikstjórunum. Nú eða þýða fréttir af þættinum og/eða aðstandendum hans af netinu (já, ég er ekki mikill aðdáandi kópí-peists) til að fæða okkur ofsafengnu dýrkara þáttanna. Það er einmitt það sem þið hafið staðið ykkur hroðalega vel í og ég vona að þið haldið því áfram fram að janúar mánuði því ég er nokkuð viss um að allt verði vitlaust í greinarskrifum þegar Vinirnir birtast á skjánum aftur :)
Miðað við að þessi vinsælasti gamanþáttur veraldar (ja, eins og staðan stendur núna allavega) sé í dvala frá kassanum hér á klakanum er fólk mjög áhugasamt í að halda þessu áhugamáli í góðri stöðu á listanum yfir vinsælustu áhugamál “besta afþreyingarvefs ársins 2003”;
September tölur - 32. sæti með 22718 flettingar.
Ágúst tölur - 31. sæti með 20761 flettingar.
Júlí tölur - 26. sæti með 24027 flettingar.
Júní tölur - 21. sæti með 37523 flettingar (nærri 1% af flettum síðum)
Maí tölur - 29. sæti með 27003 flettingar
Apríl tölur - 33. sæti með 21732 flettingar
Janúar tölur - 28. sæti með 28082 flettingar
Desember tölur - 24. sæti með 25639 flettingar
Nóvember tölur - 26. sæti *vantar taldar flettingar þann mánuð*
Og þar með er ég kominn heilt ár aftur í tímann og tek eftir því að Friends hefur ekki komið sér hærra en í 21. sæti - júní mánuðinn (sem er skrítið, því að ég hefði talið að það væri hásumar þá og fólk ekki mikið inni í tölvunum ;) en heldur ekki lægra en í það 33 - apríl sem er alveg ljómandi gott miðað við síðu með 123 áhugamálum alls (náttúrulega meina ég 123 áhugamál eins og staðan er núna, en mörg áhugamálin hafa nú komið/farið síðastliðið ár ;)
27. sæti er þá meðaltal Friends áhugamálsins á liðnu ári sem er æði!
Svo gott fólk, endilega að halda áfram að fletta ;o)
Og duglegt fólk, endilega að halda áfram að senda inn :o)
Og stjórnendur góðir, endilega að halda áfram að halda jafnvel utan um áhugamálið og þið hafið gert hingað til c",)
Semsagt, almúgi góður, kíp öpp ðe gúdd vörk :)
Kexi.
_________________________________________________