Jæja, sælir allir hugarar.
Hér kemur aðeins smá brot af þeim fjölmörgu aukaleikurum sem hafa brugðið fyrir í þáttunum í gegnum tíðina. Þessir eru þeir sem að mér finnst skemmtilegastir :)


Gunther: Leikinn af James Michael Tylor. Þjónninn á Central Perk sem hefur alltaf verið hrifinn af Rachel, alveg frá upphafi. Hann á náttúrulega margar frábærar senur eins og þegar hann sagði við gaurinn sem Phoebe var einu sinni með: ,,Hey, it´s a family place, put the mouse back in the house“, þegar hann ”gleymdi“ að fara í nærbuxurnar :P hmm…

Janice: Leikin af Maggie Wheeler. Best þekkt náttla fyrir hina óþolandi Janice! og OH MY GOD! Hún er x-ið þeirra Candlers og Ross (bara í einn þátt reyndar). Hún á náttúrulega eins og Gunther margar góðar senur eins og þegar Chandler laug að hann væri að flytja til Jemen til að losna við hana.

Janine Lecroix: Leikin af Elle MacPherson. Herbergisfélaginn+kærastan hans Joey. Eftir að kalla Chandler ”blah“ og Monicu ”loud“ flutti hún út og þau splittuðust.
Hún var dansari og það var bara snilld þegar hún bauð Monicu og Ross að dansa með sér í Rick Clarc rocin eve(áramótaþáttur) og þau tóku sitt fræga dansatriði til að komast örugglega í sjónvarpið.

Mr. Heckles: Leikin af Larry Hankin. Bjó fyrir neðan Monicu og Rachel og var alltaf að kvarta yfir hávaða í þeim. Svo þegar hann dó fengu þær allt dótið hans, bjuggust þær við peningum en svo var þetta allt draslið hans bara. Þá fattaði Chandler hvað hann væri líkur honum(eða honum fannst það)og varð eiginlega þunglyndur bara í smá tíma og óttaðist um að hann yrði eins og hann þegar hann myndi eldast og það var bara allt ógeðslega fyndið : )

Emily Waltham: Leikin af Helen Baxendale. Önnur eiginkona Ross. Eftir að Ross sagði Rachel við altarið sagði hún honum upp en svo reyndu þau að láta þetta ganga upp en það gekk ekkert, t.d. mátti hann ekki hitta Rachel lengur en það var einmitt hún sem að lét þau eiginlega hittast fyrst en þau bara splittuðust…

Carol Willick: Leikin af Anita Barone (þætti 102) og Jane Sibbett. Fyrverandi lessbíska fyrsta eiginkona Ross. ÞAð er eiginlega ekkert meira að segja um hana…

Susan Bunch: Leikin af Jessica Hecht. Hún er svokallaður lífsförunautur Carol… ÞAð er alveg yndislegt hvað Ross þolir hana ekki.

Cassie Geller: Leikin af Denise Richards. Frænka Ross og Monicu. Ross og Chandler gátu ekki hætt að stara á hana þannig að hún gisti hjá Phoebe en Cassie tókst að hrífa hana líka með því að hrista hárið á sér eða eitthvað svoleiðis. Algjör snilld.

Dr. Richard Burke: Leikinn af Tom Selleck. Kærastinn hennar Monicu. ÞAð erfiðista sem að Monica gerði var að segja honum upp því að hann vildi ekki eignast börn.

David
Leikinn af Hank Azaria. Vísindagaurinn sem var ástin í lífi Phoebear en svo flutti hann til Rússlands…En svo kom hann aftur meðan hún var með Mike og svo aftur þegar hún og Mike voru hætt saman og hann ætlaði að biðja hennar en þá kom Mike aftur, jeij!(Hann kom í þessum þáttum:TOW the Monkey, TOW All the Cheesecakes, TOW Male Nanny)

Amy Green: Leikin af Christinu Applegate. Systir Rachel. Hún kom í Thanksgiving þáttinn í 9.seríu þegar allir voru að spá í hver myndi fá emmu ef að Ross og Rachel myndu deyja.

Pete Becker: Leikinn af Jon Favreau. Kærasti Monicu, milli. Svo ætlaði hann að verða einhver besti bardagagaur í heimi og þá hættu þau saman.

Elizabeth Stevens: Lekin af Alexandra Halden. Kærasta Ross úr skólanum. Hann var soldið lengi að fatta að hún væri of ung fyrir hann en þegar hann sagði henni upp henti hann vatnsblöðru í hann og sagði: U suck! Þannig að… :P

Paul Stevens: Leikinn af Bruce Willis. Pabbi Elizabeth og kærasti Rachel AKA ”the weeper." Því að loksins þegar hann opnaði sig grenjaði hans eins og lítið barn og Rachel varð alveg brjáluð :)

Treeger: Leikinn af Michael G. Hagerty. Húsvörðurinn í húsinu þeirra Monicu, Rachel, Joey og Chandlers. Maður man kannski best eftir honum þegar hann bað Joey að dansa við sig svo að hann gæti æft sig fyrir eitthvað ball. :D


Ætli þetta sé ekki nóg í bili, kemur kannski meira seinna.
-erlam89