Mér er sama þótt skoðanakannanir séu um ómerkilega hluti, mega vera um hvað sem er mín vegna en munið að galli í könnuninni pirrar nær alla sem koma inn á áhugamálið. Endilega spáið í þetta áður en þið sendið inn kannanir: Er ég að gleyma einhverju? Er ég að gera stafsetningarvillur? Er ég hlutlaus í því hvernig ég set fram möguleikana? Get ég orðað þetta betur?
Þarf ekki að vera fullkomin stafsetning en maður ætti samt að athuga málið, sjáið hrikalegt dæmi um stafsetningavillur í skoðanakönnun inn á Dulspeki. http://www.hugi.is/forsida/skodanir.php?skodana_id=3174
Að gleyma möguleika er líklega það versta og það er leiðindadæmi um það á Börnin Okkar. http://www.hugi.is/forsida/skodanir.php?skodana_id=2954
Sú könnun sem var lengst frá því að vera hlutlaus, að mínu mati, birtist á Púlsinum, þið finnið hana á þessu urli: http://www.hugi.is/pulsinn/skodanir.php?skodana_id=2876
Ég mun halda áfram að gagnrýna skoðanakannanir af því að ég vona að það endi með því að fólk vandi sig meira.
<A href="