Jæja, hérna kemur grein um Matt LeBlanc sem fer með hlutverk sitt sem Joey Tribbiani í Friends.
Matt LeBlanc er fæddur 25. Júlí árið 1967 í Newton, Massachusetts.
Hann hafði alls engan áhuga á að gerast leikari. Hann fylgdi sinni ástríðu á mótorhjólum, hann var aðeins átta ára þegar hann fékk sitt fyrsta hjól. Eftir þáttöku sína í fjölmörgum samkeppnum, fór hann að hugsa um að þetta gæti verið hans lífsstarf. Móðir hans hafði áhyggjur af syni sínum, og áhuginn á lífsstílnum var skyndilega farinn. Matt byrjaði að læra trésmíði og vonaði að samlaga það með mörgum öðrum listrænum hlutum.
Eftir að útskrifast frá Newton North High School árið 1985, ákvað hann að flytja til New York. Það fór hann út í leiklist, en í mjög lágum mælikvarða – auglýsingum. Árið 1987 hafði Matt hlutverk í þjóðlegum sjónvarpsauglýsingum s.s. Levi's 501 Jeans, Coca-Cola, og Doritos. Ásamt þessum birtist hann í Heinz tómatssósu auglýsingu sem vann hin alþekktu Gold Lion Award á 1987 Cannes Film Festival.
Árið 1988 byrjaði hann formlega sem leikari (mitt fæðingarár Jeij! ;). Eftir aðeins eitt ár hafði hann hlutverk í sjónvarpsseríunni “TV 101.” Það kom honum til að flytja til Los Angeles. Matt gerði frumraun sína í myndinni “Lookin' Italian.” Með heppni fékk hann hlutverk sitt í Friends þáttunum sama ár, sem Joey Tribbiani. Og greinilega gerir hann það hlutverk vel ;)
Árið 1988, trúlofaðist hann Melissa McKnight. En nú býr hann í Los Angeles með hundinum sínum Lady sem var keypt fyrir $40 (c.a. 3000?). Áhugamál Matt LeBlanc fela í sér m.a. fallhlífastökk, bíla-kappakstur og landslagsljósmyndun.
Bæbæ,
-ExZibit-