Ólíkt sennilega öllum sem ritað hafa á undan þá er ég ekki hrifinn af lengingu þáttanna í 40 mínútur.
Þessir þættir, og það form sem sögur þeirra eru byggðar á er hannað fyrir rúmlega 20 mínútur, og ég held að hætt sé við að það sem verði gert sé einfaldlega að gera þá langdregnari, og lengra á milli brandaranna. M.ö.o. sama efni - lengri tími.
Gamanþættir í þessu formi eru flestir circa 20 mínútur að lengd af þeirri einföldu ástæðu að þannig komast þeir best til skila. Lenging mun ekki hafa neitt gott í för með sér fyrir okkur, aðdáendurna, það bara teygir efnið yfir lengri tíma, og þá er ég hræddur um að þeir muni að vissu leiti missa skemmtanagildi sitt.
Kveðja,
Vargu