—
Persónulega skemmti ég mér konunglega öll föstudagskvöld við að horfa á Vini eða Friends. Þessi þáttur hefur setið efst á vinsældarlistanum yfir vinsælustu gamanþætti ársins, mánaðarins, vikunnar, dagsins, klukkutímans, mínútunnar, sekúntunnar, sekúntubrotsins. Stundum finnst mér þátturinn vera orðinn of týpískur, jafnvel ofmetinn, en á milli sumra þátta nú í nýjustu seríunum kemur a.m.k. einn þáttur sem að slær öllu upp til stjarnanna á ný hjá frægu Vinunum okkar sem að búa í svokölluðum imbakassa hjá okkur mannkyninu heima í stofu, svefnherbergi, eldhúsi eða jafnvel klósetti. En þegar sú leiðinlega hugsun brýst inn í heilasellurnar hjá manni að Friends sé orðinn “beygla” eða ofmetin þáttaröð fer maður að hugsa hvort að Friends væri virkilega þess virði til að slá niður allt annað. Hvort að handritshöfundarnir væru ekki bara þessar týpísku New York-týpur sem að eru að kvóta í líf þeirra sjálfra og búa til brandara úr því. Ef að hver einasti maður gæti bara sest niður fyrir framan tölvuskjáinn og skrifað niður plott hjá sex ungum manneskjum sem eiga við erfið vandamál að stríða annað slagið. Búið til marga litla brandara. Lítinn, stórann eða jafnvel einn stórann brandara sem verður loks að vinsælasta grínþætti plánetunnar. En málið er að það er ekki jafn auðvelt að koma með týpíska grínþætti og gera þá að því sem að Friends er í dag. Því enda hugsanir manns á því að Friends er ekki ofmetið. Bara týpísk kómedíuþáttaröð sem deyr út á endanum rétt eins og þetta áhugamál eða hver einasta manneskja á jörðinni. Allt deyr út einhvern tímann, fólk breytist, hlutir breytast og þess vegna er varla hægt að segja (þegar maður hugsar allt til enda) að það sé leiðinlegt að áhugamál séu “dauð”. Því að allt deyr á endanum. Óumflýjanlegt.
—
Joseph Francis Tribbiani - rétt eins og allar aðrar manneskjur. Vanmetinn snillingur. Með seríunum hefur Joey alltaf virst klárari og klárari en Ross heimskari og heimskari. Það sem ég kvótaði í áðan er að allir geta lagt sitt af mörkum til alls ef þeir hafa nógu mikinn viljakraft. Einstein fannst drepleiðinlegt í grunnskóla… ´nuff said. Ég held að innan um allar þessar furðulegu hugsanir hans um kvenmenn og mat leynist eitthvað meira. Meira og merkilegra, rétt eins og hjá öllu öðru fólki örugglega.
Spurningin sem ég spyr ykkur þá:
Er Joey kannski bara vanmetinn snillingur?
Er sumt fólk (ef ekki allt) bara vanmetnir snillingar?
… eða er ég bara stigahóra?
- Kexi
_________________________________________________