12. nóvember 1966, á afmælisdegi mömmu sinnar fæddist David Scwimmer í New York en hann var ólst upp í Los Angeles. Hlutverk Davids í vinum var það eina sem hafði verið skrifað með ákveðinn leikara í huga en hlutverkið var skrifað fyrir David. Foreldrar hans voru bæði lögfræðingar og leikarar. David fór í Beverly Hills skólann en seinna fór hann svo í Northwestern háskólann þar sem hann útskrifaðist með gráðu í ræðu- og leiklist. Aðspurður sagði hann að það hefði verið gaman að eiga foreldra sem voru leikarar en þau hefðu verið lítið heima.
25. júlí 1967 fæddist leikarinn og snillingurinn Matt LeBlanc. Það er nú ekki auðvelt að segja frá hvaðan hann er ættaður þar sem hann er ansi blandaður. Þau lönd sem hann veit að hann er ættaður frá eru: Frakkland, Ítalía, Írland, Þýskaland og að lokum Ameríka.
Samkvæmt tímaritnu ,,People” er þessi blandaði leikari einn af fimmtíu fallegustu mönnum í heimi! Matt er að sjálfsögðu ánægður með það en það er konan hans, Meliss McKnight örugglega líka.
Áhugamál Matts eru að taka landslagsmyndir, fara í fallhlífastökk og kappakstur.
Þann19. ágúst 1969 í Williamstown, Massachusetts fæddist Mathew Perry.
Eins og margir meðleikarar hans var hann tennisleikari í skóla. En þegar hann var fimmtán ára flutti hann til Los Angeles til að búa með pabba sínum og þá fyrst fékk hann áhuga á leiklist. Hann fór í margar prufur í skólaleikrit en hélt samt áfram að vera í tennis. Þegar honum var boðið að leika stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum ,,Second chance” tók hann boðinu og hóf þar með leikferil sinn. Áhugamál hans eru hokkí og hafnarbolti.