Jennifer Aniston: Hún ólst upp í New York og faðir hennar var leikari. Guðfaðir hennar var Telly Savalas sem lést fyrir nokkrum árum( hann var voodoo presturinn í Indiana Jones The Temple of Doom). Hún eyddi einu ári í æsku á Grikklandi þar sem hún Telly eyddi miklum tíma með henni og fékk hana til að fara í leiklist þegar hún var 11 ára. Hún byrjaði í leikhúsi og lék í verkum eins og For dear life, Molloy, The Edge og Ferris Bueller. Hún hefur leikið í nokkrum myndum eins og The Object of myn affection, Picture Perfect,She´s the one og Office Space(snilld).
Hún er gift Brad Pitt og í frístundum fer hún í göngur og útileigur og nánast allt sem hún getur gert í náttúrunni( je right)
Hún á afmæli 11 febrúar.
David Schwimmer: Hann er fæddur í New York og ólst upp í LA. Hann fór í leiklist eftir að námsráðgjafi ráðlagði honum að fara í sumarnámskeið hjá Northwestern University. Þar stofnaði hann leikhúsfélag sem heitir Lookingglass ásamt félögum sínum. Hann hefur leikstýrt einni mynd(Since you´ve been gone) og hann er nýbyrjaður að leikstýra nokkrum Friends þáttum. Hann hefur nýlega lokið að setja upp leikverk um seinni heimsstyrjöldina þar sem Tom Hanks og Steven Spielberg framleiða. Hann hefur leikið í myndum eins og The Pallbearer, Apt pupil, Six days seven nights, Kissing a fool og nýlegri mynd sem heitir It´s the rage( sem ég mæli með) hún fjallar um byssueign Bandaríkjamanna. David er mjög íþróttalega sinnaður en hann elskar póker. Hann á afmæli 2 nóvember.
Courtney Cox Arquette: Er fædd og uppalin í Birmingham, Alabama. Þegar hún kláraði menntaskóla þá fór hún til New York og varð fyrirsæta. Hún kom fram í Bruce Springsteen myndbandi og það lyfti upp frama hennar sem fyrirsæta. Hún lék í fjölmörgum auglýsingum áður en hún fékk hlutverk í mynd á móti þá ófrægum Jim Carrey. Myndin var Ace Ventura og sló hún í gegn. Síðan fékk hún hlutverk í Friends( með erfiðleikum). Hún hefur einnig leikið í öllum Scream myndunum. Hún hefur gaman af arkitektúr (og get this) henni finnst gaman að raða upp á nýtt og breyta heimilum( soldið Monica í henni í alvöru). Hún á afmæli 15 júní.
Matthew Perry: Er fæddur í Williamstown, Massachusetts og uppalin í Ottawa, Ontario. Hann þótti kræfur tennisspilari og var einn efnilegasti tennisspilari Kanada á unglingsárum. Hann flutti til föður síns( leikarinn John Bennett Perry) til LA. Þar hélt hann áfram að spila tennis en fór einnig í leiklistarskóla. Hann fékk tiltilhlutverk í sjónvarpsþætti sem kallaðist Boys will be boys. Síðan fékk hann hlutverkið sem Chandler í Friends. Hann hefur gaman af íshokki(enda alinn upp í Kanada), softball og auðvitað TENNIS. Hann á afmæli 19. ágúst.
Lisa Kudrow: Hún er fædd í Encino, California og uppalin í Tarzana sem er einnig í Californiu. Vinur bróður hennar, grínistinn Jon Lovitz fékk hana til að fara í leiklist. Hún vann til Golden Globe verðlauna sem Phoebe árið 1997. Hún hefur leikið í nokkrum myndum eins og Romy & Michelles…, Hanging Up, Analize this, The opposite of sex og bráðum kemur ný mynd með henni og John Travolta sem heitir Lucky Numbers. Hun er gift Michel Stern og þau eiga einn son. Hún á afmæli 30 júlí.
Matt LeBlanc: Fékk mótorhjól þegar hann var 8 ára og tók þátt í nokkrum mótorhjólakeppnum á unglingsárunum. Hann ætlaði að vera smiður en endaði í leiklist. Hann flutti til New York og lék í aulýsingum fyrir fyrirtæki eins og Coca Cola og Levis. Hann fékk hlutverk í þáttum sem hétu TV 101. Hann hefur leikið í myndum eins og Ed, Looking Italian og Lost in Space og núna seinast Charlie´s Angels. Hann hefur verið heiðraður fyrir framlag sitt hjá félagi ítalskra/amerískra leikara í Washington. Hann fiktar í bílunum og mótorhjólunum sínum í frístundum og leikur við hundana sína. Hann er trúlofaður fyrirsætunni Melissu McKnight og þau búa í LA. Hann á afmæli 25 júlí.
Takk fyrir mig.
Cactuz******

p.s mér leiddist en nú er Friends að byrja og ég þarf að þjóta. Ég þakka þeim sem nenntu að lesa þetta.