Jæja, það eru búnir tveir þættir af nýju seríunni hér á landi, og verð ég að segja að þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Þeir voru báðir svona allt í lagi, en hvorugur komst á virkilega gott skrið. Ég tel mig vita ýmislegt um Friends, og flestar aðrar seríur hafa byrjað mun betur.
Að vísu var lokaatriðið með Ross í fyrsta þættinum algjör snilld og ég veinaði af hlátri yfir því. Allur brandarinn með Rachel og bókina hennar var góður, en þetta brúðkaupsdót fer í taugarnar á mér.
Ég hef að vísu heyrt í mörgum sem fundust þetta mjög góðir þættir, en ég er ekki sammála. Þeir fá báðir tvær stjörnur af fjórum á Friends-skalanum.
Hvað finnst þér?