Vinsælustu TV-þættir í US
Þið vitið það kannski að ER hefur verið vinsælasti sjónvarpsþátturinn í USA undanfarið. Sjálfur horfi ég stundum á ER og það er staðreynd að þeir þættir eru mun vandaðri. Meira lagt í margt, t.d. betri myndataka, þykkari söguþráður og öll almenn vinnsla við þættina er betri en hjá Friends. En ég er ekki í nokkrum vafa að Friends þættirnir hafa meira skemmtanagildi en ER þættirnir. Nú þegar launin hafa hækkað svona gríðarlega hjá leikurum hefði ég viljað sjá meiri metnað almennt hjá framleiðendunum. Ekki í sambandi við leik því hann er í góðu lagi en myndataka, brellur, minni hlátur og jafnvel reyna að “afaula” Gellersystkynin (Swhimmer & Cox). Með aðeins meiri metnaði myndi Friends ná að stinga ER ref fyrir rass með áhorfi. En ég stend með mínum þætti og segi að Friends hafi meira skemmtanagildi en ER.