Ef við lítum aðeins aftur í tímann er alltaf gaman að skoða aðeins þessa skemmtilegu brúðkaupsferð til London =) Á gatnamótum fjórðu og fimmtu seríu, þegar Chandler og Monica eyða þessari ástríðufullri nótt saman, og þar með hefja stórt ferli með “giving… and recieving”. Ross og Emily eiga í stórum vandamálum þegar Ross nefnir óvart nafnið hennar Rachelar við athöfnina. Rachel hafði keypt farmiða til London, óákveðin um hvort hún ætti að stöðva brúðkaupið, vegna tilfinninganna sem hún bar enn til Ross. Phoebe fékk að vísu ekki að fara með vegna barnanna sem “löbbuðu um innan í henni”. En það sem shockeraði flesta áhorfendur var þegar vinirnir komust að sannleikanum um London. Þegar Chandler er búinn að biðja Monicu um að giftast sér, komast allir að því að Monica hafi upprunarlega ætlað að hitta Joey (“Yeah baby!”) inni á hótelherberginu. Það væri skemmtilega furðulegt að ýminda sér Monicu og Joey í sambandi eins og seríurniar standa í augnablikinu. Hvað ef Chandler hefði þá orðið ástfanginn af Rachel, og hefði boðið henni að giftast sér eftir fæðinguna á Emmu. Þegar maður lítur enn lengra aftur í tímann er alltaf hægt að breyta ýmisskonar hlutum, sem yrðu til þess að hlutirnir væru ekki eins og þeir eru þann dag í dag.

Hver er ykkar skoðun á málunum?

Svörin gætu orðið löng og skemmtileg : )

Friendskveðjur…
- Kexi
_________________________________________________