Mér finnst persónulega mjög sorglegt að horfa á þetta áhugamál deyja hægt og rólega. Það er virkilega kominn skortur á efni til að senda inn. Ef þið lítið á dagsetningarnar á greinunum og tímamillibilið, þá ættuð þið að gera ykkur grein fyrir þessu vandamáli. Það eru aðallega nýjustu greinarnar, þessar eldri eru með mun styttri tímamillibili og Hugarar höfðu greinilega mun meira gaman að því að senda inn þá. Ég er ekki að segja að það mæta fáir á þetta áhugamál, þarsem að þetta áhugamál er eitt af því vinsælasta inni á Huga (er það ekki annars?). Málið er að það er alltaf svo niðurdrepandi að hanga inni á áhugamáli sem að aldrei nýtt efni kemur inná. Sjálfur hef ég bara skrifað eina grein áður hérna á Friends, og ég ætla að bæta mig í skrifunum og leggja því meiri tíma í greinar mínar. Mér finnst líka gaman að skoða gamlar greinar, en þær eru ekki endalausar. Korkurinn er líka að fyllast af allskonar drasli. Ég vil að þið lítið á þessa grein sem hvatningu, ekki móðgun. Ég vona því að eftirfarandi aðilar sem að lesa þessa grein reyni líka að senda inn sem flestar greinar og þeir geta, til að halda þessu áhugamáli lifandi. Takið málið í ykkar hendur! Höfum Friends áfram að þeirri goðsögn sem hún er!
—
Muniði, ég vil að þið lítið á þessa grein sem hvatningu, ekki móðgun.
Takk fyrir að leyfa mér að tjá mig.
- Kexi
_________________________________________________