Stjórnendur þáttana hafa löngum verið gagnrýndir fyrir það að allir vinirnir séu hvítir. Eins og flestir vita þá eru NY búar af margvíslegum þjóðfelagslegum uppruna og því kannski ekert svakalega algengt að í sex manna vina hópi í New York borg séu allir hvítir (það eru nú fleiri þættir sem þetta lið mætti þá líka gagnrýna af sömu ásæðu, eins og t.d. “sex and the city”). Persónulega finnst mér sjálfum ekkert við þetta að athuga.
Nýlega gáfu stjórnendur þáttana ut tilkynningu þess efnis að í næstu syrpu, þeirri 10. (og jafnframt þeirri síðustu), eigi að kynna til leiks nýjan “litaðan” vin. Þetta verður víst einhver stelpa, sem flytur inn á móti Ross og Rachel minnir mig frekar en á ganginn hinum megin við götuna. Þeir félagar, Ross og Joey, eiga svo báðir að verða yfir sig ástfangnir að þessari stúlku og verður eflaust gaman að sjá baráttu þeirra um hylli hennar.
Ekki er enn búið að ráða í hlutverk nýju vinkonunar og því ekki komið í ljós hvaða litarhaft hún mun hafa.

Ég ætti kannski að athuga hvort þeir vilji ekki frakar fá hávaxinn ljóshærðan aría strák úr norðurhafi fyrir stelpurnar til að slást um :). Það gæti verið spennandi.