Það hefur mikið verið pælt og talað um Rachel-Ross-Joey málið, enda snerist seinni hluti 8. seríu mikið um það. Persónulega finnst mér að Rachel og Ross ættu að byrja saman. En það er virkilega misjanft hef ég tekið eftir..reyndar í könnuninni sem nú er í gangi eru alveg um 45% sem halda og vilja að Rachel byrji með Ross, en svo eru auðvitað eitthverjir sem vilja að hún byrji með Joey. Mér finnst það bara steypa! Ef maður hugsar út í þetta Rachel-Joey þá smellur það bara ekki í mínu tilfelli, en greinilega eru skiptar skoðanir um þetta eins og allt annað sem betur fer:)en eru margir sem finnst Rachel passa betur við Joey eða eruð þið bara orðin þreytt á þessu veseni og break up standi í Ross og Rachel?
Ég er reyndar orðin frekar þreytt á því, ég vil bara að þau byrji saman og VERÐI saman, eins og Monica og Chandler, en þurfa kannski ekki að giftast..
En þegar Rachel og Ross eignuðust Emmu var ég alveg viss um að nú myndu þau byrja saman, en það virðist eitthvernveginn ekki stefna í það. En nú verða þessi 45% bara að halda í vonina:)
En einnig hefur það borist á margra manna góma hvort Pheobe og Joey ættu kannski að byrja saman, þar sem þau eru álíka…furðuleg:) mér finnst það svolítið skrýtið, en maður myndi örugglega venjast því. En þó svo að þau séu bæði svona skemmtilega skrýtin, hafa þau svo ólíkann persónuleika að ég er ekki viss um það myndi passa, annars ætla ég ekki að mynda mér skoðun alveg strax á þessu, sjá bara hvað gerist. Þó svo að ég sé nokkuð eða alveg viss um að þetta muni aldrei gerast. En hver veit?! hvern hefði grunað að Joey myndi falla fyrir Rachel…
En fyrst ég er farin að tala um skoðanir mínar á hverjir passa vel saman, ætla ég aðeins að tala um Monicu og Chandler.
Hvað finnst ykkur um þeirra hjónaband? Finnst ykkur þau passa vel saman? Mér finnst það núna, en mig hefði aldrei grunað þetta áður en þau byrjuðu saman. Kannski erum við bara búin að venjast þessu svona. En sumum finnst þau vera orðin of þreytt. En nú eru þau víst að reyna að eignast barn, svo að handritshöfundarnir eru að reyna að koma með nýjar hugmyndir í sambandi við þau.
Én ég vona a.m.k að það verði fleiri en 10 seríur en ég hef samt heyrt að 10. sería eigi bara að vera 16 eða 18 þættir. Og það segir að þetta muni ábyggilega verða sú síðasta.
En það eru víst svo skiptar skoðanir á milli leikaranna um það hvernig eigi að enda allt heila klabbið. Ég heyrði að Courteney (Monica) vildi að þau færu hvert í sína áttina, en Matthew (Chandler)vildi að þau yrðu öll saman. David (Ross) vildi að Rachel og Ross enduðu saman, en samt ógift en ég man ekki hvort Jennifer vildi að Rachel og Ross giftust eða hvort hún vildi að Rahcel finndi sér annann mann. Þetta verður allt spennandi að sjá. Og hver veit nema seríurnar verði að lokum 15 eða 20. Þau segja alltaf eftir hverja seríu að það hún hafi verið sú seinasta, eða að það yrði þá bara ein í viðbót. En svo koma alltaf fleiri og fleiri seríur, sem betur fer:)