Q: Hvað dró þig að hlutverki Monicu í Friends?
Courtney: Upphaflega átti ég að leika Rachel en mig langaði frekar að leika Monicu. Ég veit ekki hvort það var góð ákvörðun eða slæm, en þegar ég hugsa til baka þá held ég að það hafi verið vegna þess að ég kannaðist við þessa móðursýki hennar. Að vera taugatrekkt er eitthvað sem ég kannaðist við og því var hlutverk Monicu góð meðferð við því.
Q: Hvað er það besta sem þú hefur fengið út úr Friends?
C: Ætli það sé ekki vináttan við hina fimm leikaranna fyrst og fremst og svo hefur maður áunnið sér mikla reynslu.
Q: Þannig að þið eruð öll vinir í alvöru?
C: Já við erum það og við segjum það öll, í dag til dæmis leið mér ekkert of vel vegna veikinda og fyrsta manneskjan sem ég talaði við var Jen(Jennifer Aniston).
Q: Hittist þið mikið fyrir utan þáttinn?
C: Já, við vinnum ekki á mánudögum, þannig að sunnudagskvöld eru laugardagskvöldin okkar og stundum koma þau til mín í strandhúsið á Malibuströndinni. Ég og David(David Arquette) erum frekar félagslynd og við höfum sérstakt herbergi hjá okkur þar sem við höfum allskonar leiki og karaokegræjur(svona gameroom:)
Q: Hvaða lag syngur þú þá í karaoke?
C: Oftast er það Waterfalls með TLC. Það er lagið sem ég hef mest öryggi fyrir allavega. Ég er ekki mikil söngkona en mér finnst gaman að gera mig að fífli(hlær).
Q: Hvaða mynd fannst þér skemmtilegast að gera?
C: Scream auðvitað því þar hitti ég David.
Q: Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig þegar það fréttist að þú hefðir misst fóstur?
C: Já það var ömurlegt. Þegar maður heldur að maður sé eingöngu að fara á spítala til að hitta læknirinn sinn heldur maður að því verði haldið leyndu. Þegar maður hittir einhvern þar og þeir segja “halló” eða “Til hamingju” þá heldur maður að þau meini það en svo eru þau rokinn næstu mínútu til að segja slúðurblöðum frá því hvað maður er að gera þar og í hverju maður er klæddur, maður trúir því ekki að fólk geri svona lagað. Ég hélt að þegar maður fær svona slæmar fréttir að maður fengi frið til að eiga við það en svo er því miður ekki háttað í þessum bransa.
Q: Voru meðleikarar þínir að styðja þig á þessu tíma?
C: Já þau studdu við bakið á mér allan tímann í gegnum þennan slæma tíma.
Q: Annað sem var mikið talað um var að þú og David fóruð í meðferð áður en þið giftuð ykkur.
C: Já við hefðum ekki gift okkur ef við höfðum ekki farið í meðferð. Jú kannski hefðum við gert það samt(brosir).
Q: Afhverju fóruð þið og í hvað?
C: Ég hafði reykt í langan tíma sígarettur þannig að ég,David og bróðir hans Alexis ákváðum að hætta öll að reykja. Daginn eftir bað David mig um að giftast mér, sem mér fannst ósanngjarnt!
Q: Ahverju vildir þú verða leikkona frekar en annað þegar þú varst yngri?
C: Ég vildi ekki endilega bara verða leikkona ég vildi eignast peninga. Foreldrar mínir voru að skilja og mig langaði til að eiga nóg af peningum til að mamma gæti fengið allt sem henni langaði í. Það sem keyrði mig áfram var að verða sjálfstæð og þurfa ekki að biðja aðra um hlutina þannig að ég vann hörðum höndum. Peningarnir auðvelda alla þessa hluti og þannig varð ég sjálfstæð.
Q: Hverjir voru draumar þínir þegar þú varst lítil stelpa í Alabama?
C: Ég sá sjálfa mig alltaf sem sölumann. Pabbi sagði oft við mig að ég yrði góður sölumaður. Ég hélt að leiklist væri ekki til í dæminu því enginn í minni fjölskyldu hafði verið í þeim bransa.
Q: Lýstu unglingnum Courtney Cox
C: Eftir að foreldrar mínir skildu varð ég uppreisnargjörn en ég fór aldrei í eiturlyfjaneyslu eða neitt svoleiðis. Ég stóð á bak við mín orð og mínar skoðanir. Frá 12 ára aldri skipti ég íþóttaiðkun út fyrir hlutastarf, mig vantaði peninga og fannst ekki það gaman í íþróttum.
Q: Ertu með líkamsræktartæki í húsinu þínu núna?
C: Já ég er með frábært tæki sem er líkast þrepatækinu klassíska án þess þó að þurfa að púla jafnmikið. Þetta kemur bara svona blóðinu í mér í gang og veitir góða líðan.
Q: Hefur þú einhvern áhuga á Jóga?
C: Ég hafði það einu sinni en það er of rólegt fyrir mig, mér leiðist bara ég þarf að vera hreyfanlegri. Hinsvegar er Jennifer mikið fyrir jóga veit ég.
Q: Hvernig bregst þú við því að fólk sé að segja að þú sért of mjó?
C: Þau hafa rétt fyrir sér að hluta til. Ég var einu sinni of mjó og var allveg sama hvað fólki fannst ég vildi vera þannig þá en í dag hef ég bætt aðeins þyngd á mig. Ég veit ekki hvort fólk sé ennþá að segja að ég sé of mjó en það er bara af því fólk hefur ekkert annað að segja eða gera. Það er ekki hægt að segja það núna nema þá að úlnliðurinn á mér er svoldið mjór en það er bara vegna beinabyggingar minnar.