Ég fann mjög nýlegt viðtal við Matt LeBlanc(Joey) úr Friends. Hér kemur þýdd útgáfa af því.
Q: Þetta var árið þar sem Matt LeBlanc fékk að blómstra í Friends. Var það pirrandi að þurfa að bíða eftir einhverju safaríku, eins og ástarþríhyrningur Joey,Rachel og Ross, fyrir karakterinn Joey?
M: Nei nei ég er fullkomnlega sáttur við að vera bara í hópnum og vera kannski í bakgrunninum að skjóta í nokkrum bröndurum og styðja sögurnar. Þetta með Rachel var áhættusamt bragð og hefði getað farið í vitlausa átt fólk hugsar “Hvað meinarðu að hann sé ástfanginn af Rachel? halló” Þessi söguflétta var tilraun til að sýna nýja hlið á Joey sem ég var hikandi við að sýna.
Q: Afhverju varstu hikandi?
M: Af því ég er hans stærsti aðdáandi(brosir), mér líður eins og ég passi upp á hann. Að sjá hann leiðan og í ástarsorg er eitthvað sem ég vildi ekki eiga þátt í. Ég gerði þetta af því sagan var skrifuð svona en var ekki að fíla það.
Q: En þegar sögulínan fór að rétta sig af vildir þú þá sjá Joey enda með Rachel?
M: Nei ég vil sjá Ross og Rachel enda saman.
Q: Í alvöru ertu að halda með hinum gaurnum?
M: Já þau eiga að vera saman. Þannig byrjuðu þættirnir og mér finnst það passa best og þannig verður það vondandi haldið áfram í síðustu seríuna(10 seríu).
Q: Þannig að næsta serían er endirinn?
M: Já ég held að hún verði síðust. Það verður gífurlega erfitt að hugsa til þess að í september 2003 fæ ég ekki að hitta Matthew,David,Lisu,Courtney og Jennifer á hverjum degi. Það verður mjög dapurlegt tímabil og fær maður eflaust einhver fráhvarfseinkenni.
Q: Var ekki gott að vinna Survivor á þessu ári í áhorfi?
M: Auðvitað. Ég meina persónulega skipti það kannski ekki svo miklu máli en þetta manni líður samt vel að vinna. Þetta snýst jú stundum um að bera okkur saman og það var frábært að sparka í rassgatið á Survivor. Fyrir okkur var þetta bara “hey loksins smá samkeppni” þetta er eins og að spila tennis við 50 spilara og fá aldrei á sig stig og svo allt í einu fær einn eitt stig á okkur og við segjum bara “hey ok fínt hjá þeim”.
Q: Hvað smá vísbendingu getur þú gefið okkur um síðasta þáttinn þar sem Rachel eignast barnið?
M: Uhh enga. Allir hafa unnið hörðum höndum að því að gefa það ekki upp og ég ætla ekki að vera sá sem brotnar.
Q: Marta(einn af þremur höfundum Friends) sagði okkur að Joey væri ekki allveg útskúfaður í síðasta þættinum.?
M: Þar hefur þú það(brosir).
Q: Segjum sem svo að einn af þínum dáðu bílum bili. Hver af Vinunum myndir þú hringja í til að fá far?
M: Ég myndi bara hringja í vin minn Tony, ekki neinn af þeim því þau eru öll anti-bílafólk sem ég stíg ekki uppí með(hlær)
Q: Ok segjum sem svo að þú yrðir?
M: hmm Courtney er blátt áfram, nokkuð stapíl en stundum klikkuð, Scwimmer er mjög rólegur og slægur og bara snjall maður, Perry er einlægur og skýtur frá hjartanu eins og Jen, Lisa er hagsýn. Þannig að þetta er erfitt val.
Q: En þú?
M: Ég er gaurinn sem segir “sko ég er til í að vinna í 10 tíma á dag við að grafa skurð fyrir peningana sem þeir eru að launa okkur með. Þaðan kem ég og þannig er ég. Mín kenning er ef peningarnir eru þeir sömu þá skuluð þið rétta mér skóflu, ég skal moka,brjóta steina,negla niður lestarteina. En að fá svona umbun og ekki þurfa að lyfta neinu er furðulegt fyrir mér, bara segja nokkra brandara ”Ekkert mál!!!!!".
Vona að þið hafið haft gaman af.
-cactuz