Næstum all sem ég veit um Jennifer Aniston!!! Jennifer Aniston

Jennifer Aniston fæddist í Sherman Oaks, Kalíforníu þann 11. febrúar 1969. Jennifer á ættir að rekja til Grikklands og fullt nafn hennar er “Jennifer Anistonapoulos”. Hún bjó í Grikklandi í eitt ár þegar hún var lítil. Foreldrar hennar eru John Aniston, leikari (lék Victor Kiriakis í þáttunum “Days of our lives”) og Nancy Aniston, ljósmyndari og rithöfundur. Foreldrar hennar skildu þegar hún var ellefu ára gömul. Eftir að foreldrar hennar skildu (1980) flutti hún til New York með móður sinni og ólst hún upp hjá henni. Jennifer á einn hálfbróður sem heitir Johnny og einn stjúpbróðir sem heitir Alexander. Stjúpmóðir hennar heitir Sherry Rooney. Telly Savalas (f.21.jan.1924-d.22.jan.1994 fyrrum leikari) er guðfaðir Jennifer.

Jennifer var og er enn mjög hæfileikaríkur listamaður og þegar hún var ellefu ára var eitt málverka hennar sýnt í New York Metropolitan Museum of art. En það var ekki fyrr en að hún sá leikritið “Children of lesser god” að hana langaði að verða leikkona. Þegar hún flutti til New York fór hún í Rudolf Steiner School og þaðan fór hún í New York High School for the performing arts, og útskrifaðist hún eftir þrjú ár (1987) sem leikkona. Eftir útskriftina kom hún fram í nokkrum sjónvarpsþáttum, þar á meðal “For Dear Life” og “Dancing on Checker’s Grave”. Meðan Jennifer barðist fyrir því að komast á toppinn sem leikkona, fór hún að þjóna á veitingastað til að auka tekjur sínar.

Heimsfræg

Í leit að meiri áskorun flutti Jennifer til Los Angeles þar sem hún fékk sitt fyrsta aðalhlutverk í sjónvarpsþætti. Sá þáttur hét “Malloy”, en hann endist ekki lengi á skjánum. Eftir það lék hún aukahlutverk í nokkrum þáttum eins og “The Edge” og “Ferris Bueller”. En árið 1993 fékk hún eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþáttaröðinni FRIENDS, sem fjallar um sex vini sem búa í New York. Fyrsti þátturinn í þeirri þáttaröð var sýndur árið 1994 og í dag er búið að framleiða og sýna yfir 200 þætti um vinina. Það var ekki fyrr en þá að hún varð heimsfræg!!

Verðlaun

Jennifer Aniston hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Emmy verðlauna sem besta gamanleikkonan í aðalhlutverki, árin 2001 og 2002. En hefur bara unnið þau einu sinni og það var árið 2002. Hún hefur einnig verið tilnefnd þrisvar sinnum til People’s Choice Adwards, árin 2000, 2001 og 2002. Hún hefur unnið þau tvisvar, árin 2001 og 2002. Og hún var líka tilnefnd til Golden globe 2002 sem besta leikkona í gamanþætti og hún vann.

Hún hefur einnig lagt það fyrir sig að leika í kvikmyndum og hefur hún leikið í þó nokkrum kvikmyndum. Þótt kvikmyndaferill hennar sé stuttur er hann samt glæsilegur.
Hér fyrir neðan er listi yfir nokkrar af myndunum sem Jennifer hefur leikið í:

The Good Girl (2002)
Rock Star (2001)
Office Space (1999)
The Iron Giant (1999)
The Object of My Affection (1998)
Til There was You (1997)
Picture Perfect (1997)
She’s the One (1996)
Dream for An Insomniac (1996)
Leprechaun (1992)

Jennifer og Brad

Jennifer Aniston kynntist eiginmanni sínum Brad Pitt (leikari) árið 1998 og giftu þau sig tveimur árum seinna, eða 29. júlí árið 2000 í Malibu, þar sem haldið var stórglæsilegt brúðkaup.
Þegar Jennifer kynnist Brad var hún viss um að hann væri sá eini rétti. Það vissi enginn að þau (Jennifer og Brad) væru trúlofuð fyrr en þau fóru á tónleika með breska söngvaranum Sting og hún steig upp á svið með honum að fólk sá demantshringinn á hendi hennar. Jennifer og Brad eiga heima í Los Angeles, en eiga hús hér og þar um heiminn.

Jennfier og Brad hafa alltaf langað til að eignast börn og Brad langaði alltaf að eignast sjö börn en þar sem þau eru bæði á fertugs aldri ætla þau að láta sér nægja þrjú. Þau eru bæði tilbúin i að taka sér pásu frá leiklistinni til að eignast börn þegar þar að kemur.