Hvaðan hefurðu þessar fréttir?
Ég held þú hljótir að vera að lesa einhverja slúðurgreinina… ég hef ekkert heyrt um að Jennifer Aniston ætli að hætta í þáttunum eitthvað frekar en hinir og ég bý í Hollywood…
Jú, það hefur verið leitt getum að því að hún muni hætta til að leika í bíómyndum þar sem hún fékk réttilega góða dóma fyrir The Good Girl.
En hún var hjá Jay Leno fyrir stuttu þar sem hún sagði að ekkert væri ákveðið ennþá um það hvort þættirnir myndu enda (sama hljóð komið í þau og fyrir ári, þegar talað var líka um að síðasta ár yrði það síðasta). Lisa Kudrow var hjá Conan O'Brien fyrir nokkrum dögum þar sem hún sagðist ekki vita neitt, en sagðist vona að það yrði 10. ár. Semsagt, sama hljóðið í þeim aftur… samningahljóð, semsagt.
Hér úti er lítið talað um að þau ætli að hætta. Jú, það var talað um það í upphafi þessarrar seríu að hún yrði sú síðasta, en það var líka sagt í upphaf síðustu og líka 2 árum þar á undan. Þetta kemur alltaf uppá yfirborðið þegar kemur að því að endurnýja samninga við leikarana. Allir leikararnir hafa (eitt af öðru) sagt að ef þeim finnist jafn gaman í vinnunni í vor eins og núna, þá sé 10. árið ekki útilokað. En þar sem framleiðendurnir (þættirnir eru framleiddir af Warner Brothers sem svo selja NBC þættina) græða minnst 10 milljónir dollara á hverjum þætti (eftir framleiðslukostnað) og leikararnir fá um 1.25 milljónir dollara hver fyrir hvern þátt plús uþb. 800.000 dollara fyrir hvern þátt í endursýningum, þá er ekki líklegt að þetta verði síðasta árið. Allavega myndi það koma mér verulega á óvart (og tel ég mig nú vera nokkuð vel inni í þessum bransa). Hvaða heilvita manneskja hættir í skemmtilegu starfi sem hún fær 2 milljarða króna fyrir árlega?
Bottom line: ef allir eru ánægðir og fá nóg borgað þá finnst pottþétt leið til að halda áfram.
Þetta með ensku þættina sem eru eftiröpun af Friends, er eldgömul frétt sem slúðurpressan hérna var að velta fyrir sér undir lok síðustu seríu. Þeir þættir sem slíkir yrðu auðvitað ALDREI sýndir hérna, heldur yrði gerð einhver amerísk útgáfa af þeim, sem væri hálf hallærislegt því þá væri komin amerísk eftirlíking af enskri eftirlíkingu af amerískum þætti… það þunnildi myndi ekki endast hálft ár.
Hafðu ekki áhyggjur. Ég get nánast fullyrt að það verður sería nr. 10 og kannski 11, hver veit?
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.