Málið er það að ég er hinn harðasti friends aðdáandi af bestu gerð , hef séð alla þætt (leigt þá alla) og er alltaf að muna eftir einhverjum þætti , en man ekki á hvaða friends spólu hann er. Svo að ég hef ákveðið að ég ætla að byrja að safna friends á dvd en ekki vhs því að vhs deyr út mjög bráðlega.

En málið er það að dvd hér á landi (eins og í flestum öðrum löndum) er svo rosalega dýrt allt uppí 3000 kall fyrir eina spólu svo að ég spyr, hvernig er best að gera þetta. Er best að kaupa bara eina og eina í einu , byrja á 1 seríu og enda á 9. eða að kaupa einhver sona tilboð 3 fyrir 2 eða eitthvað þannig dæmi. Eru aldrei svona tilboð eins og 1 sería fyrir ákveðinn pening eða neitt þannig. Getur einhver hér sagt mér til um það. Ég geri mér grein fyrir því að þetta á eftir að kosta mig einhvern pening= 3 diskar í seríu. 3* 2500 *9= 67500 kall. Það er slatti en spurning hvort að maður ætti að kíkja á þetta á netinu , fríhöfninni eða í útlöndum þegar maður fer þangað.

Plís segið mér til.