Ég fann nýlegt viðtal við gyðjuna Jennifer Aniston. Ég ákvað því að þýða það og skella því hérna inn.
Hefur þig langað til að leika karakter sem er allgjör andstæða við þig, algjöra tæfu.?
Jennifer: Já já mér þætti það gaman. Mig langar til að leika allskonar karaktera á einhverjum tímapunkti. Ég er eiginlega að gera það í The Good Girl, samt er hún ekki vond beint. Hún er bara týnd og veit ekki betur. Hún er bara leið á því að vera góð stelpa. Ég leik konu sem er gift og býr í Texas og hún er komin með leiða á öllu hennar lífi. Hún hefur ekki metnað fyrir neinu lengur og reynir því að gjörbreyta lífi sínu með slæmum afleiðingum.
Finnst þér stundum sem að líf þitt hefði geta orðið eins og líf hennar ef þú hefðir farið aðra leið en þína eigin og þú gætir verið að vinna í smábæ einhversstaðar og ættir heima þar?
Jennifer: (Hlær) já það gæti verið. Ég var aldrei viss um það að ég ætti eftir að ná mínum markmiðum í leiklistinni. Ég var ekki svo örugg með sjálfa mig og hugsaði oft hey ef ég enda á því að vinna sem gengilbeina þá so be it!
Justine karakterinn í The Good Girl lærir að horfa fram hjá göllum eiginmanns hennar. Er þetta eitthvað sem kemur sér að góðum notum í hjónabandi þínu með Brad Pitt?
Jennifer: Tvímælalaust, pottþétt. Sætta sig við hina manneskjuna er mjög mikilvægt og maður þarf að leyfa sér að vera varnarlaus og viðkvæm/ur í sambandi og ekki fela hluti fyrir maka sínum. Það er ekki til sú manneskja í þessum heim sem hefur ekki beinagrind í skáp sínum og það að geta deilt sinni beinagrind með annarri manneskju er frábært.
Hvenær vissir þú að hann var sá rétti?
Jennifer: nánast strax og við hittumst. Kannski líka þegar hann bað mín og ég sagði “Oh OK that makes sense”.
Hvernig hefur samband ykkar þróast síðastliðin tvö ár?
Jennifer: Ja ég er orðinn miklu öruggari með mig og mína galla og óöryggi mitt, af því Brad tekur mér eins og ég er með öllum mínum göllum. Hann sér mig bara í gegnum rósrauð gleraugu sem er frábært.
Hvernig haldið þið neista í sambandi ykkar?
Jennifer: Maður þarf að vinna og vinna að því. Brúðkaupsferðin var eins og að vera í sæluríki en sannleikurinn er sá að sú tilfinning hverfur ef ekki er unnið að sambandinu. Þar eru margar hliðar til á nánum kynnum sem maður hefur ekki ennþá skoðað. Ef maður líkar vel við hin aðilann og elskar hann þá kemur þetta allt á endanum.
Hvernig er Brad rómantískur?
Jennifer: Á allskonar máta, hann hjálpar mér með stólinn á veitingastöðum og opnar bílhurðir fyrir mig og svoleiðis. Hann er líka duglegur að gefa mér blóm og gerir allskonar sniðuga hluti fyrir mig. Hann er sannur herramaður en hann er líka rausnargjarn,góður og stundum trúðslegur.
Hvað er það rómantískasta sem hann hefur gert fyrir þig síðan þig giftust?
Jennifer: Á Valentínusardaginn í fyrra sendi hann mér u.þ.b. 1500 rauðar og bleikar rósir á Friendssettið og skrifaði á spegilinn í fataherberginu mínu “Ég elska eiginkonu mína”. Það er frekar rómantískt er það ekki.
Eruð þið bestu vinir?
Jennifer: Já allgjörlega það er mjög mikilvægt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í sambandi þar sem maki minn er minn besti vinur líka það er svo miklu þægilegra. Brad er sá fyrsti sem ég hef opnað mig allgjörlega fyrir og það var ekki auðvelt. Það þýðir samt ekki að það komi ekki fyrir að maður verður vandræðalegur og hræddur, sérstaklega þegar maður er svona frægur og er í sambandi sem fylgst er með í fjölmiðlum. Maður þarf bara að muna það að það er allt saman kjaftæði og hugsa bara um það hvað við erum að gera því það er raunverulegt.
Hvað með skeggið á Brad sem hann er með núna hatar þú það eða elskar?
Jennifer: Ég er ekki viss því ég elska það núna því það er svo mjúkt og sítt en það var hræðilegt þegar það var stutt og hart. Það er áhugavert, hann er svo mikið kamelljón og getur breytt sér svo ótrúlega. Ég elska hann þrátt fyrir það að hann lítur út eins og Kenny Rogers eða Unibomber(hlær).
Þið eruð bæði upptekinn hvernig farið þið að því að eiga tíma fyrir hvort annað?
Jennifer: Það getur verið mjög pirrandi og erfitt með tímaáætlanir okkar, en við höfum verið mjög heppinn oftast. Hann hefur verið að taka upp kvikmynd í LA síðastliðið ár þannig að við höfum verið mikið saman. Við höfum verið saman nánast frá því við giftum okkur og þar áður fór hann sjaldan frá mér, fyrir utan einn mánuð þegar hann fór til Englands að leika í Snatch. Stærsta hléið var þegar hann gerði Spy Game, þá þurfti hann að fara til Búdapest í nokkuð langan tíma og það var erfiður tími.
Hvernig líður þér að vera gift manni sem hefur verið kallaður myndarlegasti maður veraldar?
Jennifer: Mér finnst það bara fyndið, hann þolir það ekki, en mér finnst það sprenghlægilegt. Það er ekkert að því, þeir gætu verið að segja miklu verri hluti um hann. Þetta er allgjör sirkus og maður tekur þessu öllu með miklum fyrirvara og hlær að því.
Ert þú eitthvað óörugg yfir því að Brad er svona mikill hjartaknúsari?
Jennifer: Nei nei alls ekki
Þú eignast barn í The Good Girl og í Friends, hvað með í alvöru á eitthvað að fjölga á heimili ykkar?
Jennifer: Já endilega, það mun gerast en ekki allveg strax. Fyrst klárum við Friends og ljúkum þeim kafla og svo sjáum við til.
Ætlar þú þá að taka þér smá frí til að stofna fjölskyldu?
Jennifer: Tvímælalaust já
Það er nánast í hverri viku fréttir af því að þú sért að fara að eignast barn, pirrar það þig?
Jennifer: Nei nei það er bara fyndið. Ég verð alls ekki reið, ég fæ bara oft ókeypis eftirrétti og svoleiðis(hlær).
Heldur þú að þú verðir góð móðir?
Jennifer: Ja ég vona það já. Ég elska börn og mig hlakkar til að eignast þau.
Hvernig faðir heldur þú að Brad sé?
Jennifer: ó hann verður sá besti held ég. Hann er svo góður maður í sér og hlýr, sérstaklega við börn. Hann er frábær við öll börn vina okkar og ég er örugg um það að hann verður góður pabbi.
Vill hann ekki stóra fjölskyldu eins og sjö börn?
Jennifer: Honum langaði það alltaf áður fyrr en þegar maður eldist þá hugsar maður öðruvísi og við segjum oft við hvort annað að þrjú væri líka fínt.
Þú hefur kallað móðir þína “síðasti sjúkdómurinn í lífi þínu” heldur þú að samband þitt við þitt eigið barn verði jafn slæmt?
Jennifer: Nei alls ekki, við erum mjög ólíkar.
Það hafa verið uppi sögusagnir um það að þið séuð að sættast er það satt?
Jennifer: Nei það er ekki satt og ég veit ekki hvaðan það kemur. Á endanum eigum við örugglega eftir að sættast en það tekur tíma fyrir sár að gróa.
Hvernig slappar þú og Brad af heima hjá ykkur?
Jennifer: Ja við pöntum okkur mat og spilum oft leiki. T.d. dominos,scrabble og við erum nýbyrjuð á Taboo spilinu. Svo höfum við oft pókerkvöld hjá okkur, Brad er mjög góður pókerspilari. Við skemmtum okkur oft vel bara heima.
Hvað er það við Brad sem gerir hann sérstakan?
Jennifer: Það er eitthvað við anda hans og sál, hann er svo blíður í sér og góður. Ég held að hann sé góðhjartaðasta manneskja sem ég hef hitt. Hann er bara heilsteyptur og góður maður og hann gerir mig svo hamingjusama.
Er hjónabandið allt það sem vonaðir eftir?
Jennifer: Ég var aldrei með miklar væntingar og kröfur þannig að þetta hefur svosem farið fram hjá öllum væntingum og verður bara betra með tímanum. Mér finnst þetta bara svo rétt og ég þetta er
samningur sem þarf að standa við til að bæta sig.
-cactuz