Svona verður Friends þáttur til samkvæmt framleiðendunum og höfundum Friends Martha Kauffman,Kevin Bright og David Crane.
1. Heilmiklar pælingar um efni. Bara höfundarnir að fá hugmyndir og ræða um þær sín á milli og henda því sem gengur ekki. Þetta tekur 4-5 daga, á þeim tíma koma upp u.þ.b. 12 hugmyndir sem virka sem sögur.(fyrir hvern þátt)
2. Brjóta niður sögurnar. Þá eru sögurnar brotnar niður í hverja einstaka senu. Þetta tekur 1-2 daga eftir því hversu flóknar sögurnar eru og hversu stórbrotnar
3. Blanda og para. Þetta er oftast erfiðasti hlutinn, að velja hvaða sögur eiga heima í þættinum og hvaða sögur má henda(reglan er að hafa helst 3 sögur í gangi í hverjum þætti). Það verður líka að sjá til að allir karakterarnir 6 eru í sögunum og að þær passi hvað tíma varðar. Þarna koma fleiri pælingar um nýjar hugmyndir og hvernig má fylla upp í sögugötin ef þau eru til staðar. Fyrir venjulegan þátt tekur þetta nokkra daga í viðbót.
4. Næst er farið yfir alla þættina hvern fyrir sig og sögunum raðað á hvern þátt. Framleiðendurnir gefa höfundunum nokkra minnismiða um það sem þeim finnst vanta og þá byrja höfundarnir að….
5. Skrifa fyrstu útgáfu af handritinu, höfundarnir hafa u.þ.b viku í þetta og framleiðendurnir skoða þau og gefa út minnismiða ef eithhvað vantar ennþá síðan fara höfundarnir í það að….
6. Skrifa aðra útgáfu af handritinu og eftir það hefst…
7. Töflufundur, þar sem allir höfundarnir hittast og taka fyrir hverja setningu og hverja senu og stúdera hana og leggja áherslu á brandara og hvernig á að segja þá. Síðan þegar þessum oftast 4 erfiðu dögum er lokið og allir sáttir við útkomuna þá er HANDRITIÐ tilbúið(næstum því)
Þá byrjar næsta skrefið sem sjálf framleiðslan
8. Borðlestur. Þetta er oftast á mánudegi og þá koma allir leikararnir saman til að lesa handritin saman og æfa sig. Þá koma oft NBC yfirmenn og yfirframleiðendur og leikstjóri til að sjá hvað virkar og hvað ekki. Síðan eyða höfundarnir restinni af deginum og stundum fram á nótt að bæta það sem vantar lagfæringu.
9. General prufa á þriðjudegi. Þá koma leikararnir og fara yfir allan þáttinn fyrir framan höfunda og framleiðendur. Þarna sjá allir fyrst hvernig þátturinn mun líklegast líta út. Leikarar fá minnismiða um það sem betur má fara hjá þeim og ef eitthvað þarf frekari lagfæringar er handritinu breytt.
10. Miðvikudagur prufa fyrir sjónvarpsstöðina og stúdíóið. Aftur er farið yfir það hvað virkar og hvað ekki. Sjónvarpsstöðvarmennirnir koma með athugasemdir og leikarar og leikstjóri bæta við hugmyndum. Enn og aftur er handritinu breytt eftir þeim hugmyndum sem virka.
11. Fimmtudagur cameru dagur. Þá er farið yfir það hvar myndavélin á að vera staðsett fyrir hverja senu og farið yfir lýsinguna. Einnig er farið yfir það hvar leikarar eiga að standa og hegða sér. Það gætu verið örlitlar breytingar hér ef einhver brandari er ekki að virka en oftast er handritið fast héðan í frá.
12. Föstudagur. Þá er ósköpunum komið á filmu og öll vinnan kemst til skila.
Eftir það fara nokkra vikur í það að klippa þættina og hljóðvinnsla á sér stað. Síðan er því komið í sjónvarpið.
Eins og þið sjáið þá er það ekkert auðvelt mál að gera þessa þætti og mikil vinna er á bak við hverja senu og hverja setningu.
-cactuz