Viðtal við Matt LeBlanc Af því maður hefur nú ekki verið nógu duglegur við að senda hér inn greinar undanfarið þá þótti mér kjörið að setja hérna inn nýlegt viðtal við Matt LeBlanc(Joey). Að sjálfsögðu copy-paste ég hana ekki heldur þýði hana yfir á okkar frábæra tungumál íslenskuna.

Fréttamaður: Þú varst núna nýlega 35 ára. Var það eitthvað merkilegt afmæli fyrir þig?
Matt: Þrítugsafmælið var merkilegra fannst mér. Ég áætla það að fertugsafmælið eigi eftir að vera ömurlegt en 35 er í lagi, ég held að ég sé í lagi ennþá.

F: Þannig að nú eru þið hafin handa við gerð 9 seríunnar á Friends. Hvernig gengur það?
Matt: Það gengur mjög vel, hún er mjög fyndin. Við erum að skemmta okkur og allir hafa samþykkt að tala ekkert um endann. Þú veist, við komum að því þegar við komum að því. Ég held að allir hugsi svolítið öðruvísi um þessa seríu vegna þess að það er augljóst að þetta fer að verða búið fljótlega. Það er svolítið furðulegt.

F: Verður Joey í betra skapi í þessari seríu?
Matt: Það var svoldið erfitt síðast vegna þess að ég hálfvorkenndi Joey í síðustu seríu. Hann var særður. Það var svoldið sársaukafullt en þetta verður ekki svona þungt í þessari seríu. Það er þægilegra að komast aftur í léttara gamla góða grínið í þessari seríu, með mörgum stórum bröndurum.

F: Framleiðandi Friends, David Crane, sagði okkur að þetta væri síðasta serían en forseti NBC sjónvarpsstöðvarinnar, Jeff Zucker, sagði “Nei Nei ekki útiloka okkur strax”. Hvað segir þú um málið?
Matt: Ég veit ekki betur en að þetta verði síðasta serían.

F: Veistu hvar þú vilt helst vera eftir 5 ár? Viltu eignast fjölskyldu?
Matt: Ja kærastan mín á tvö börn(12 og 8 ára), þannig að ég er allveg að undirbúa mig undir það. Þegar við giftum okkur þá er allveg inn í áætluninni að við eignumst eitt eða tvö saman. Mér þætti það gaman að horfa á krakkana mína leika sér í forgarðinum, kannski á meðan ég held á flösku af viskí(glottir).

F: Tímaritið US Magazine greindi frá því á dögunum að það ætti að gera kannski spin off þátt bara um Joey
Matt: Í alvöru!, hey ég verð að fara að hringja nokkru símtöl, mér líst vel á þá hugmynd. Ef það er gert rétt. Ég meina það er svo margt sem þarf að huga að ef það á að gera svona sjónvarpsþætti, það er svo margt sem getur farið úrskeiðis. Það þarf að hafa rétta fólkið og þá er allt mögulegt. Hver veit???

F: Þú hefur sagt það að þegar Friends hættir þá langi þig til að gera nokkra hasarmyndir í nokkur ár.
Matt: Já mér líkar vel við það að gera hasarmyndir ef þær eru gerðar á réttan máta. Það verður að byrja á góðum söguþræði. Það gerist alltof oft í Hollywood að þeir taka lélega sögu og troða á hana áhættuatriðum og brellum. Mig langar frekar í einhverja sem hefur sögu að segja ekki bara bílahasar.

F: Er nýjasta myndin þín All The Queens Men í þessum flokk? Ertu hasarhetja í henni?
Matt: Já en hasarhetjur eiga helst ekki að þurfa að vera klæddar í drag stóran hluta af myndinni, en sagan er góð og þess vegna ákvað ég að vera með.

F: Hvernig leist þér á að sjá þig í kvenmannsfötum sem Regina í myndinni?
Matt: Það var svolítið ógnvekjandi. Ég held að ég sé ekki myndarlegur kvenmaður(hlær).

F: Gagnrýnendur og aðrir í fjölmiðlum hafa gert mikið í því að segja að myndirnar Ed og Lost In Space hafi valdið vonbrigðum í samanburði við velgengni þína í sjónvarpi. Finnst þér það vera harkalegur dómur?
Matt: Þú veist, ég gerði Ed út af réttum ástæðum. Ég hef séð krakka hlægja að henni og það nægir mér. Hún var ekki gerð fyrir gagnrýnendur heldu fyrir krakka. Það sem ég segi um þetta er að ég veit hvað ég er og hvað ég er ekki ég þarf ekki að heyra það í fjölmiðlum eða lesa það einhversstaðar. Mínir fætur eru á jörðinni og hausinn í fínu lagi. Ég fer í buxurnar eina skálm í einu.

F: Eru þetta viska frá afa þínum?
Matt: Já og hann saði líka kauptu landeignir, það er það eina sem ekki er framleitt meira af. Já og ekki borða gulan snjó(hlær).



-cactuz