Það er frábært að læra þetta ;) Þetta alveg bjargar manni í texturing.
En ég get gefið þér eitt ráð: þótt það séu mörg smáatriði, reyndu þá að hafa módelið eins low poly og mögulega. Það eru yfirleitt alltaf einhverjir polys sem mega missa sín, en maður annaðhvort kann ekki eða vill ekki losa sig við þá. Ég kann samt ekkert á 3ds max, svo að ég veit ekki hvernig það forrit virkar. :/ En gangi þér vel! Það eru líka til forrit úti á markaðnum (og torrentum ;)) sem UV mappa basically fyrir þig. Þau eru yfirleitt mjög lítil (það sem ég hef, en hef reyndar aldrei notað, er bara 10 MB) og geta alveg bjargað manni ef maður er með high poly módel. Mitt heitir UV Layout Pro. Þú gætir kannski tékkað á því, en hafðu varann á fyrir vírusum og fleiru (bara eins og með öll önnur torrent). Gæti verið gaman fyrir þig að prófa. Bekkjarfélagar mínir lofa þetta út í eitt :)