Mjög góð byrjun hjá þér þarna!
Það sem þú þarft að skoða er að láta plánetuna ekki enda svona skarplega, það vantar þarna þrívíddar kúlu effektinn.
Það sést ekki mjög vel á þessari mynd en bláaleita svæðið efst á plánetunni er í rauninni skuggarnir af hringjunum rétt eins og skugginn á hringjunum vinstra megin er af plánetunni. Þannig að mynstrið á hringjunum eiga að vera á plánetunni efst! Þetta fer náttúrulega allt eftir því hvaðan sólarljósið skellur á plánetunni.
Stjörnur eiga mjög bágt með að birtast á myndum sem þessum þannig að þú mátt athuga með að sleppa þeim ef þú vilt hafa þetta eins og ljósmynd. Liturinn á plánetunni er frekar off, á að vera gulari. Myndi eyða meiri tíma í að búa til gradientinn fyrir plánetuna og láta böndin sveigja rétt. Svo save-arðu bara gradientinn og átt hann til!