Fyrst vil ég byrja á því að taka það fram að þetta er FYRSTA commentið mitt hér og ég hef ekki verið “sári gæjinn” sem getur ekki tekið feedbacki. Ok “Tveir” þú segir:
ég vil bæta við að saturation á þessari mynd gefur náttúrulegri húðlit, og gerir hárið á jóhönnu eins og það er á henni. prófaðu það bara.
nema náttúrulega að þetta sé eitthvað skinnku impression af henni
Ef ég hefði viljað hafa hárið hennar eins og það er í raun og veru þá hefði ég bara sleppt því að eiga við það. Bond gellurnar eru öllu nær því að vera eins og “13 ára skinnkur” heldur en 67 ára gamlar konur. Svo ég ætla að taka þessu sem hrósi hjá þér hvort sem það var ætlað þannig eða ekki. (btw photshop vinnsla á það til að eiga í sér að BREYTA einvherju, af hverju þarf hárið á henni að vera eins og það er venjulega á henni. Hefðir þú líka sagt að þetta væri of ólíkt henni ef ég hefði haft hana sköllótta?)
Svo langar mig að benda á að original myndin er airbrushuð til helvítis og er í massa high contrast og þar af leiðandi er hún ekki “raunveruleg” á að líta. En það er líka pointið og er það sem gerir hana töff! Annars er ég sammála þér með að það mætti hita litina í andlitunum örlítið með því að skella smá hærra saturation þar í. Hvað contrastið varðar þá þætti mér gaman ef þú skoðaðir myndina sem ég notaði til að vinna út frá:
http://www.celebritywonder.com/mp/2008_Quantum_of_Solace/movieposter.jpg(Svo er þetta myndin af Jóhönnu)=
http://www.kvennaslodir.is/files/medium_johanna_sigurdardottir_vef_2003488892.jpgAnnars gerði ég þetta á einni kvöldstund bara til þess að vera með í þessari keppni, sérstaklega í ljósi þess að ég er mjög fylgjandi því virkja þennan hluta huga.is. Ég tek allri gagnrýni vel en mér þykir afar leiðinlegt þegar orð eins “hræðilegt” og “ömurlegt” eða eitthvað í þá veru eru notuð til þess að lýsa því sem viðkomandi finnst. Það er alveg hægt að koma skilaboðunum áleiðis án þess að vera með leiðindi!
Hættum þessum leiðindum!