Til þess að gera góðar stjörnur mæli ég með að gera svona 2-3 layers.
Nota á layer 1, 1px brush og gera punkta bara útum allt, en ekki of þétt. Tekur smá tíma en er worth it. Svo gerir þú smá ‘Outer glow’ í blending options, svona bláhvítan lit og lætur það sjást aðeins.
Gerir það sama á layer 2 nema aðeins stærri brush, 2px til dæmis. Svo gerirðu færri punkta en í layer 1, en notar þá til þess að bæta upp í tómarúmið sem þú gleymdir. Notar ‘Outer glow’ aftur, nema aðeins öðruvísi lit en á undan, og kannski aðeins blárri.
Á þriðja layer gerir þú síðan kannski bara 5-10 punkta, með 3px brush á nokkra staði á myndinni. Notar ‘Outer glow’ en í þetta skipti hefurðu litinn svona rauðleitann, eða gul, skiptir í raun ekki máli.. bara það sem þér finnst flott.