Varúð! Leiðindi framundan!
Hvað er eiginlega að Photoshop? Fínt forrit. Ekkert verra en Illustrator. Alveg eins og RedCommunist segir þá er það útkoman sem skiptir máli ekki aðferðin.
Svo eru orð þín um fólkið hérna á áhugamálinu alveg fáranleg. Þó svo að það er ekki allir súper dúper hönnuðir, þá getur það samt gefið góða krítík. Ég hef oft fengið frábærar athugarsemdir á mín verk frá fólki með enga reynslu í hönnun.
Ég er ekki að fíla myndina þína. Of mikið af ójöfnum formum og línum. Húðliturinn er mjög daufur og þú skyggir hann alveg vitlaust. Svo stelur svarti liturinn í hárinu of mikilli athylgi. Anatomy útskýringar eiga að snúast um líffærin, innviði brjóstkassans í þessu tilviki, ekki hárið. Þær eiga að vera nógu einfaldar þannig að barn gæti skilið. Einfaldir og litríkir litir á mismunandi líffæri til að skilja þau að.
Lítur út fyrir það að þú hafir treisað einhverja mynd af netinu. Kannski þessa?
http://www.emergencymedicaled.com/images/emtrespupper.gifVona að þetta hjálpi :)