Þetta er plötuumslag sem ég gerði fyrir “mixtape” sem rapparinn Ramses gaf út í lok ársins 2006.
Hann vildi fá eitthvað í líkingu við Scarface plakatið (sem flestir ættu að þekkja) þar sem tal úr þeirri mynd er notað inn á milli laga á disknum.
Ég byrjaði á því að fá ljósmyndir af honum í jakkafötum með hljóðnema og vann svo úr myndunum bæði með adobe photoshop og macromedia flash og þetta varð útkoman.
Sorry hvað myndirnar eru óskýrar, ég þurfti að minnka þær frekar mikið til að koma þeim báðum saman á eina mynd.