Góð umræða hérna varðandi “Kerning”, skiptir miklu máli í uppsetningu á texta. Síðan er annað mál og það er notkun á lágstöfum, hástöfum og þykkt leturs, ekki gott mál að vera með of marga stíla í svona stuttri setningu. Síðan finnst mér letrið í aðal fyrisögninni vera eitthvað “skewað”. Það skiptir líka miklu máli að letrið sé vel lesanlegt, vantar uppá það þarna finnst mér.
Set svosem ekki mikið útá myndvinnsluna, kannski mætti myndin vera ljósari (skýrari) og aðeins betur “croppuð”, hausinn full mikið hægra megin og vantar jafnvægi, en það er álitamál.