svolítið erfið spurning
Í þessari mynd byrjaði ég bara með gamla illustration af fuglum. Bakgrunninn vinn ég með því að brusha létt yfir hann, og nota svo burn toolið til að dekkja hann og gera hann “gamlann”. Rauða og svarta flúrið eru hinsvegar allskonar munstur sem ég hef safnað að mér og unnið úr öðrum myndum, og auk þess nota ég letur sem kallast Selfish, og vinn munstur úr því. Svo bætti ég inn svona hörðum, beinum línum til að koma á móti öllum mjúku línunum í flúrinu. Svo er bara spurning um að raða hlutunum rétt á flötinn, reyna að byggja myndina eitthvað spennandi upp.